Úrval - 01.09.1974, Side 28

Úrval - 01.09.1974, Side 28
26 ÚRVAL en lífið. Þannig gátu ekki sýnt frelsisþrá sína þeir, sem einangr- aðir voru hver frá öðrum — en furðu margir þeirra kynntu sig þannig, að þeir fengu frelsi, áður en langt leið — og runnu furðu fljótt og friðsamlega saman við norræna þjóðarbrotið, sem hingað fluttist — þó það vantaði hvorki stolt né stórþokkaskap. Aldrei hef ég orðið var við, að vísindamenn okkar tilgreindu neina viðhlýtandi ástæðu fyrir því, eða skýringu á, að hér skyldi þegar með annarri eða þriðju kynslóð myndast sérstök þjóð, með frá- brugðnum einkennum hinni norsku, m. a. að skáldskap og síðar að bókviti, sem lítið bólaði á hjá Norð- mönnum á sama tima. Eru ekki furðu mörg hirðskáld- in, sem þetta unga og örsmáa þjóð- arbrot gat séð þjóðhöfðingjum álf- unnar fyrir á söguöld? Það skyldi þó aldrei vera, að þar komi til bæði náin kynning og blóðblöndun við frana? Gefa blóðrannsóknir nokkra bend ingu í þá átt? Litlar líkur virðast benda til þess, samkvæmt fyrr sögðu, að Brák hefði verið nefnd á nafn, ef annað víg Egils Skallagrímssonar hefði ekki gjört það nær óhjá- kvæmilegt, — en sannarlega eru höfð um hana svo fá orð sem kom- izt verður af með, fyrst hennar var að nokkru getið. Skyldi það hafa verið venjulegt á þeirri tíð, að ambáttir hefðu ekki annað þarf- ara að gjöra en að sækja leikmót? Sagan er ekki fjölorðari um það atriði en annað, sem viðvíkur Brák, hvers vegna hún er Agli svo nær- stödd, til að bjarga lífi hans á ör- lagastund. Frá því að ég komst til fullorð- insára — og lengur þó, hefur Brák mér hugstæð verið, og nú er hátt á þriðja tug ára, síðan ég orti um hana kvæði, sem næst 1020 ára dánarafmæli þessarar göfugu am- báttar, — sem tilviljun ein sýnist vera, að ekki týndist gjörsamlega án spora í hafi þagnar og gleymsku eins og fjöldinn af hennar þjóð. Sú reisn Brákar, sem hin fáorða kynning á henni getur varla dul- ið, virðist miklu líkari því, að hún hafi verið vel ættuð og uppalin heldur en að henni stæði þrælkað fólk í marga ættliði. Einhverja verðleika hlaut hún að hafa um- fram umkomulausar ambáttir til þess að vera trúað fyrir því að fóstra yngri son stórbóndans á Borg. Og einhvers staðar að varð Egill að fá bragleikni sína, orð- kyngi og rúnaþekkingu, langt um- fram sína samtíðarmenn. Sem kunnugt er, hafa lærdórns- menn okkar unnið sér mjög létt að afdæma elztu heimildir, — aðal- lega með hyggjuviti sínu og hug- myndum. Slík stórvirki vinna ekki ómenntaðir menn. Í5g hugsa ekki hærra en að reyna að fylla ofur- lítið umhverfis nafn Brákar, - - svipað eins og þegar mannfræð- ingar reyna að fylla með gipsi eða öðru slíku umhverfis forsöguleg höfuðbein og geta sér til, hvernig þau hafi litið út, þegar þau enn báru andlit, en speglaði sál og til- finningu. Höfundur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.