Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 48
46
sinni, úthellir tárum úr þrem pör-
um augna. Þótt hann geti ekki iðr-
azt, samkvæmt kennisetningum mið
alda. getur hann þjáðst af angist og
örvæntingu.
Er nútimamanni nokkur leið að
tileinka sér slíkan persónugerving
hins illa?
Svissneski mótmælaguðfræðingur
inn Karl Barth er kominn firna
langt frá ægilegri sýn Dantes, þeg-
ar hann skilgreinir Satan sem „upp
lausn og óskapnað" — algjöra and-
stæðu skaparans og sköpunarinnar.
Herbert Haag, prófessor í Tiibing
en í Þýzkalandi, telur Satan ekki
annað en heilaspuna og sefjunar-
áhrif og segir: Það er ekki neinn
Djöfull, sem Drottinn Jesús varar
við, heldur syndin.
Þótt engin kirkja geri það bein-
iínis að trúaratriði, hafa milljónir
ÚRVAL
kristinna manna óbifanlega trú á
tilveru Satans.
Að síðustu þetta, hvort sem hann
er vera með vitund eða óhlutkennt
afl, er afstaða okkar til hans sú að
bjóða honum birginn.
Ef til vill þurfum við hans frem-
ur en hann okkar, þótt ekki væri
nema til hvatningar til góðs.
Páll postuli hvetur til vakandi
andstöðu og tekur rómverskar her-
sveitir sem fyrirmynd í bréfinu til
Efesusmanna.
Takið á yður alvæpni Guðs, svo
að þér verðið fær að standast véla-
brögð Djöfulsins, — umfram allt
vopnizt skildi trúarinnar, sem gerir
yður fær um að verjast hinu illa.
Hér gengur Páll alveg að kjarna
málsins. Hvað er öruggara til varn-
ar hinu vonda en guðstrúin?
ÁN
Systir mín var að baka smákökur, en gleymdi að láta gerduftið
í þær, svo þær urðu alónýtar klessur. En henni fannst ófært að
henda þeim, svo hún lét eina til prufu í dallinn hjá hundinum,
ásamt öðru, sem hann átti að éta. En hvutti lét ekki snúa á sig.
Hann nasaði af kökunni, og ýtti henni svo með trýninu upp úr
dallinum. Systir mín lét kökuna aftur í dallinn, en allt fór á sömu
leið. En þegar hún lét kökuna í þriðja sinn hjá hundsmatnum,
tók seppi hana gætilega milli tannanna, fór með hana út í garð,
gróf hana þar rækilega og sneri svo aftur til matar sins.
Velferðarríki er öllum til hagsbóta nema skattgreiðandanum.
I.F.
,,Já, vina mín. Mætti ég lifa lífinu aftur, myndi ég flýta mér að
gifta mig, áður en ég yrði nógu skynsöm til að láta það ógert.“
S.H.