Úrval - 01.09.1974, Síða 53
MAÐURINN, SEM BREYTTI . . .
51
lið annarra Arabaríkja til stuðn-
ings — sérstaklega lið hins íhalds-
sama og auðuga Faisals konungs í
olíuríka landinu Saudi-Arabíu, sem
lagði fram einn milljarð banda-
rískra dala (100 milljarða króna)
til kaupa á vopnum frá Sovétríkj-
unum. Sömuleiðis gerði Sadat með
leynd samning við hið vinstri sinn-
aða Sýrland, sem samþykkti að
gera samtímis árás frá víglínu í
Golanhæðum.
Yfirleitt er Egyptaland land Gróu
sagna. Sadat kaus nú sannarlega að
vinna að öllum undirbúningi með
algjörri leynd. Allt til hins síðasta
töldu hersveitirnar sig vera að
venjulegum æfingum. Til að
blekkja ísraelsmenn við skurðinn
voru Egyptar þar að baði og leikj-
um rétt fyrir árásina.
Þegar hersveitir brunuðu yfir
skurðinn á gúmbátum og eftir báta
brúm um tvö leytið 6. október, urðu
Egyptar ekki síður en fsraelsmenn
furðu lostnir.
Ýmsar hinna ótrúlegustu stjórn-
ardeilda hringdu til höfuðstöðva
hersins í Kairo um kvöldið og
spurðu: „Erum við raunverulega
komnir yfir sundið?“
RIÐANDI FRIÐUR
Á byrjunarstöðvum styrjaldar-
innar gaf Sadat a. m. k. forsmekk
sigurs í 25 ára auðmýkingu átak-
anna við ísrael. í fyrsta skipti í
fjórum styrjöldum urðu egypzku
herdeildirnar ekki æðisgengnar af
ótta í augsýn fsraelsmanna. Þvert
á móti yfirbugaði fótgöngulið Eg-
ypta ísraelsku virkin á eystri bakka
skurðarins. Og tugir þúsunda geyst
ust þeir áfram til stöðva í 12 mílna
fjarlægð inni á Sinaisvæðinu — í
hæfilega mikilli vegalengd til að
vera þó undr vernd egypzka loft-
hersins. Þeir stöðvuðu framsókn
ísraelskra skriðdreka. í þessari sókn
hnekktu Egyptar þeirri goðsögn að
ísraelsmenn væru ósigrandi og
reistu Araba úr þeirri auðmýkingu
og frá þeirri sáru minnimáttar
kennd, sem þjakað hafði heila kyn
slóð þessara þjóða.
Sadat vann ekki styrjöldina hern
aðarlega talað, þar eð ísrael mol-
aði allt niður, þegar að lokum leið.
Egyptar hafa aldrei birt nákvæmar
skýrslur um fallna og særða, en
hvíslað er um 6000 manns fallna.
Þar á meðal Atef, 24 ára gamlan
hálfbróður Sadats, sem var við
stjórn á sprengjuþotu. Hernaðar-
sérfræðingar telja októbersamkomu
lag Rússa og Bandaríkjamanna hafa
bjargað Egyptum.
Samt náði Sadat því, sem hann
ætlaði að ná:
Sýndi ísrael, að þeir voru ekki
ónæmir fyrir árásum og þröngvaði
Bandaríkjunum til að fá ísrael til
samninga og undanhalds.
Árangurinn er sá, að hersveitir
ísraels hafa þokað 22 mílur frá Su-
ezskurði og friðargæzlulið Samein-
uðu þjóðanna hefur verið staðsett
á Sinaiskaga milli andstæðinganna.
En Sadat og aðrir Arabaleiðtog-
ar fortaka nokkra endanlega mála-
miðlun, fyrri en ísraelsmenn hafi
skilað aftur öllum herteknu svæð-
unum.
Samningaumleitanir geta haldið
áfram mánuðum sáman, ef til vill
eitt eða tvö ár, og stöðugt er sú