Úrval - 01.09.1974, Side 57

Úrval - 01.09.1974, Side 57
BAKVERKUR . . . 55 bílsetur. Það kemur í veg fyrir eðlilega hreyfingu og gang, sem eru dýrmætar hræringar til að hindra bakverk, og dæmir fólk til kyrrstöðu og hreyfingarleysis í hin um óheillavænlegustu stellingum, oft í stoppuðum stólum, sem veita bakinu engan stuðning. Eins getur bakverkur stafað af of miklum líkamsþunga. Bólgur margra tegunda geta einnig orsak- að bakverk, fyrir utan allar teg- undir gigtsjúkdóma. Dr. John Sar- no í New York, sem mikið hefur athugað þessa kvilla, telur geðs- hræringar — áhyggjur, æsing og þunglyndi — orsaka bakverk í 80 af hundraði sjúklinga, með þessa vanlíðan. En hver er þá helzta lækningin, þegar orsakirnar eru svona marg- ar? Hreyfing. Bakið kveinkar sér bókstaflega af því, að það fær ekki tækifæri til umsvifa, og vöðvarnir ná ekki að þróast á eðlilegan hátt. Hreyfingar á sem fjölbreyttastan hátt eru því helzta ráðið gegn þessari plágu. f fjölda alvarlegra tilvika, meðal annars þeirra, sem orsakast af gömlum eða nýjum meiðslum, og til þeirra tiltölulega fáu, sem þarfn ast skurðaðgerða, eru vöðvaþrosk- andi hreyfingar eina ráðið til end- urhæfingar bakinu, svo að eymslin hverfi og komi ekki aftur. En það verður að endurtaka þess ar hreyfingar og halda þeim áfram dag' eftir dag og ár eftir ár. Ofurlítil lexía í líffærafræði get- ur aukið skilning á þessu. Náttúran hefur veitt mannskepn- unni 33 aðskilda hryggjarliði, sem ná frá hauskúpu þangað, sem róf- an hefst á flestum öðrum spendýr- um. Sé röntgengeislum beint að hryggsúlunni, kemur í ljós S- mynduð bugða, til þess að skapa eðlilegt jafnvægi í burðarþoli lík- amans. Væri hryggsúlan sett lóð- rétt upp og rétt úr bugðunni, mundi hún aðeins hafa 1/16 þess styrkleika, sem hún er annars gædd með bugðum sínum. Séu beygjur teknar áfram, aftur á bak eða til hliða, hreyfist hver hryggj- arliður í nákvæmu hlutfalli við þá næstu fyrir ofan eða neðan. En til þess að tryggja þennan samleik hryggjarliðanna eru brjósk plötur eða hlífar milli liðanna, sem hafa verið nefndar „smeygjur“ eða diskar. En þetta er þó ekki svo í raun og veru, þeim er ekki smeygt á milli, og þetta eru fremur orðin ein. Þetta eru hlutar af sjálfum hryggjarliðunum. Ytra borð þessara brjósk- eða beinflata er hringur úr seigu efni, sem er bundinn sjálfum hryggjar- liðnum með þunnri brjóskhúð. Að- alhluti þessa hlífðarlaga er úr seigu efni. Og í ungu fólki er það 88 prósent vatn. En með aldrinum harðnar þetta niður í 70 prósent og missir mikið af sveigjanleika og samþjöppunarhæfni. Þetta gerir frumatriðin í þeirri óheillaþróun, sem hefur verið nefnd brjósklos og kölkun og fleiri slíkum sjúkdómsheitum. Slík röskun þessa lags utan á hryggjarliðaflötunum eða milli þeirra getur svo þrýst á taugahnoðu og valdið voðalegum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.