Úrval - 01.09.1974, Page 62
60
ÚRVAL
lauk á leið þeirra yfir hafið til
Frakklands.
Að lokinni herþjónustu fór hann
til New York til að vinna sér inn
peninga, svo að þau Zelda gætu
gifzt og stofnað heimili. Hann tók
auglýst starf, og helzta lánið var
að fá vinnu viS fatahreinsun í
Muscatine í Iowa. „We keep you
clean in Muscatine11, var ort og
sungið. Hann skrifaði smásögur á
kvöldin og nóttunni, hvorki meira
né minna en 19 á þriggja \mánaða
tíma — og eldheit bréf til Zeldu.
En hann fékk þær allar endursend
ar jafnharðan frá útgefendum, og
litla leiguherbergið hans var að
fyllast af meira en 100 möppum
með endursendum handritum.
Vonsvikinn sagði hann upp starfi
sínu og fór heim til St. Paul alls-
laus til að ljúka þar við sögu, sem
hann hafði unnið að, síðan hann
var í skóla. En þegar hún — Hérna
megin í Paradís — kom út árið
1920 sló hún strax í gegn. Og að-
eins 23 ára að aldri var hann val-
inn Jass-kóngur aldarinnar, og allt
í einu kepptust tímarit um að fá
sögur hans til birtingar.
DRAUMURINN RÆTIST
Fitzgerald og Zelda giftu sig og'
settust að í New York. Á hveiti-
brauðsdögum sínum eltu þau hvort
annað gegnum hringsveifluhurð
hótels síns í hálftíma aðeins í leik
og Ijúfu gamni.
Allt landið hélt hátíðleg styrj-
aldarlokin og gladdi sig við frjáls-
an markað. Stúlkurnar settu upp
hárið, drukku gin og dönsuðu
Charleston. „Ameríka var á hæsta
tindi hamingjunnar í allri sögu
sögu sinni,“ skrifar Fitzgerald, og
sannarlega gerðist margt frásögu-
vert. Hann og Zelda létu ekki sitt
eftir liggja í öllum fagnaðinum, —
hamingjusöm hjón.
Scott tjáði tilfinningar þeirra og
taktfall tímans í sniðugum vísum,
sem allir sungu alls staðar.
Þau voru kát, áhyggjulaus og létt
lynd. Þau drukku kampavín, ferð-
uðust um á bílþökum og steyptu
sér í laugina á Hótel Plaza.
Einu sinni fóru þau í samkvæmi
í náttklæðum einum.
Þau virtust alveg á valdi auðæf-
anna.
„Auðmenn eru ekki líkir þér og
mér,“ byrjar Scott eina smásögu
sína, og samþykkir fullyrðinguna
líkt og Hemingway í háði: „Þeir
hafa nefnilega meiri peninga."
Þau fóru til Evrópu og reikuðu
um meginlandið líkt og Sígaunar,
þar sem Scott umhverfði næstum
öllu, sem á vegi þeirra varð til for-
vitni fyrir fjöldann.
Zelda lærði ballet, skreytti sig og
skrifaði fjörlegar smásögur. Scott
vann og lék með ægilegum áhuga,
stundum 21 klukkustund í einni
lotu. Lifnaðarhættir hans gáfu rit-
verkum hans alveg sérstaka töfra í
vitund fjöldans. Hann var í raun og
veru mesti áhlaupagarpur. „Ég er
strithundur," skrifar hann einum út
gefanda sinna, Maxwell Perkins.
„Allt, sem ég hef afrekað, hefur
kostað mig mikið erfiði."
Fitzgeraldhjónin komu aftur heim
til St. Paul og eignuðust dóttur,
sem skírð var Frances en kölluð
Scottie. Eftir að bók Scotts „Bless-