Úrval - 01.09.1974, Síða 64
62
ÚRVAL
ar af augnabliksgagnrýnendum á
vinnustofum. „Ég er bókstaflega
niðurbrotinn yfir að sjá margra
mánaða starf af vandvirkni og natni
unnið eyðilagt í fljótfærni og skiln
ingsleysi,“ skrifar hann einu sinni.
„Getur þessum myndgerðarmönn-
um ekki mistekizt? Ég er góður
höfundur —• heiðarlegur.“ Scott
missti smám saman vonum um, að
Zeldu mundi batna. „Ást okkar var
einstæð á þessari öld,“ skrifar hann,
„ef henni batnar, er ég aftur ham-
ingjusamur.“
Hrjáður af skuldum, þunglyndi,
drykkjuskap og svefnleysi felur
hann angist sína í þessari ógleym-
anlegu setningu: „í öllu svartnætti
sálarinnar er klukkan alltaf þrjú,
og bráðum fer að birta.“
Fjórðu skáldsögunni hans, „Mild
er nóttin“, var misjafnt tekið. Hún
kom út 1934. Og síðast brotnaði
Fitzgerald alveg niður. En meðan
hann dvaldist í ódýru hóteli í N.-
Karólínufylki hafði hann sig smám
saman til heilsu að nýju og fór
aftur að skrifa.
Eftir að hann kom aftur til Holly-
wood, vann hann að bókinni „Gone
with the Wind“ — „Horfinn með
blænum“, en varð að hætta. Hann
var ráðinn til samstarfs við ritara
Budd Schulberg, en var rekinn fyr
ir drykkjuskap. „Einu sinni átti ég
miklar gáfur,“ sagði hann við Schul
berg, „það var gaman að geta átt
þetta í pokahorninu, og þær eru
ekki allar horfnar enn þá.“
Hann ritaði sögur fyrir tímarit,
sem honum fannst lítið til koma —
en voru venjulega um niðurbrotinn
rithöfund, sem hann óttaðist sjálf-
ur að verða —■ en aðeins til að
kaupa sér tíma til stærri verka —
stórrar sögu, sem átti að verða kvik
myndahandrit undir nafninu: The
Last Tycoon.
Og nú sá hann naumast neitt,
nema Hollywood-stjörnuna Sheila
Graham, sem hann var orðinn ákaf-
lega ástfanginn af.
DÓMUR TÍMANS
Fitzgerald fékk nú hjartaáfall, og
tvö forystutímarit hættu við fyrstu
kapítula af nýju bókinni hans.
En hann hélt áfram með hvíld-
um, liggjandi í rúminu með fjöl á
hnjánum. „Ein blaðsíða á dag,“
sagði hann, „en góð blaðsíða.“
Fitzgerald hætti að drekka í heilt
ár, en fríðleikur hans var horfinn.
Vinur hans, sem sá hann segir og
minnist orða Stevensons:
„Allir, sem hafa ætlað að vinna
gott verk af heitu hjarta, hafa af-
rekað mikið, þótt þeir deyi, áður
en þeir hljóta sinn dóm hjá samtíð-
inni.“
Fjórum dögum fyrir jólin 1940,
batt dauðinn enda á vonir hans um
að ljúka sögunni. Hann var aðeins
44 ára.
Þrátt fyrir lesti sína er Fitzger-
ald nú viðurkenndur einn af beztu
rithöfundum Bandaríkjanna.
Hann skrifaði 160 smásögur, þar
á meðal nokkrar hinna beztu í bók-
menntum þjóðar sinnar og lauk við
fjórar skáldsögur. Þegar The Last
Tycoon var gefin út eftir dauða
Fitzgeralds, skrifaði skáldið Vincent
Benet um hana á þessa leið:
„Þér gætuð tekið ofan núna,
herrar mínir, og ykkur er það heppi