Úrval - 01.09.1974, Side 68
66
ÚRVAL
20 prósent betri orkunýtingu á 70
mílna hraða.
Verksmiðjur, félög, teiknarar og
hönnuðir athuga allt, sem að loft-
orku og notkun hennar lýtur.
Sparnaður eldsneytis er líkleg-
astur til að sýna og sanna breyt-
ingar til bóta á þessu sviði.
Engin einstök uppgötvun er í
vændum til að gera byltingu hvorki
á vélum né búnaði öðrum til dæmis
vatnskerfinu, sem bundnar hafa
verið miklar vonir við í auglýsing-
um.
En breytingar til bóta og hagn-
aðar, ein hér og önnur þar i bif-
reiðinni, geta haft mikið að segja.
Margt smátt gerir eitt stórt.
Og getur svo orðið tugþúsund
króna virði fyrir bifreiðaeigendur í
framtíðinni. Þar á meðal er:
Vélaorka til ónýtis hef.ur verið
takmörkuð um 40 prósent til að
forðast aukna mengun.
Það sýnir, að vélin framleiðir
meira en nauðsynlegt er, ekki ein-
ungis í hlutlausu heldur einnig í
starfi, en slík orkusóun nemur nú
nær 15 prósent af eyðslu bifreiðar.
Aðferðir eru nú fundnar til að
draga úr slíku að miklum mun.
Tök eru nú að endurbæta hita-
kerfi bifreiðar, sem eykur svo orku
vélarinnar.
Þar þarf aðeins betri þrif og auk
ið markaðseftirlit, og mun hið síð-
arnefnda verða drýgst á metunum.
Rafkerfið er einnig í endurskoð-
un og öll áhrif þess á vél og orku-
nýtingu bifreiða.
Rafkveikjur ryðja sér nú til rúms
og hafa komið í stað annars eldri
útbúnaðar.
Endurbætur á ýmiss konar göll-
um, sem til samans eyddu miklu
eldsneyti, hafa nú þegar verið gerð
ar og aðrar eru í athugun.
Loftventlar og alls konar auka-
dælur, sem áttu að vera til þæg-
inda en auka eyðslu mikið, eru nú
óðum að hverfa.
Breytingar á eldsneyti og orku-
gjöfum eru einnig mjög til athug-
unar. Þar kemur dieselvélin til sög
unnar og „Wankel“-vélin.
Wankel hefur verið talin eyðslu-
frek, en margt bendir nú til, að það
sé mjög orðum aukið, ef rétt væri
á haldið. Jafnvel nú strax á athug-
unarstigi kemur margt í ljós, sem
mælir með þessum orkugjafa.
Miklar vangaveltur eru nú við-
víkjandi aðgerðum í þessum mál-
um. Framkvæmdir af hálfu hins
opinbera verða þó. varla miklar á
næstunni.
Stefna neytenda frá stórum bif-
reiðum hefur hingað til haft mest
að segja.
En eitt er víst.
Minni og kraftmeiri bílar eru á
næstu grösum.
ÁN