Úrval - 01.09.1974, Síða 71
ELSKU GRÍSIRNIR MÍNIR
69
haug af fóðri, hugsaði ég, éta þau
mig út á húsganginn.
En að lokum fékk landbúnaðar-
ráðunauturinn mig til að prófa eitt
svona trog. Niðurstaðan varð furðu
leg. í stað þess að éta og éta, þar
til þau stóðu á blístri, átu svínin
rétt hæfilega til þess að seðja hung-
ur sitt, meira ekki.
Það er skynsamlegt og gáfulegt
að taka tillit til fjölskyldu sinnar
og eigin heilbrigði. Að þessu leyti
fnnst mér svín taka öllum húsdýr-
um fram. Ég get gefið ykkur dæmi
um það. Grísfull gylta verður ákaf-
lega óróleg í hvert skipti, sem hún
er komin að gotum. Hún er á stöð-
ugu rápi um stíuna sína og safnar
saman hreinum hálmi í bæli, og
enginn skyldi voga sér að nálgast
hana um of. En þegar ég sé, að
gyltan hefur gert allt tilbúið fyrir
gotin, sæki ég alltaf fötu með volgu
sápuvatni og þvæ á henni spenana
til þess að vernda nýfæðlingana
gegn smitun. Ef ég kem aðeins of
snemma, tekur hún mér af fullkom
inni fjandsemi, en þegar stundin
rennur upp, vill hún meira en gjarn
an vera hrein. Og það er ekki að-
eins að ég fái leyfi til að koma al-
veg að henni, heldur leggst hún og
veltir sér á bakið, svo að ég kom-
ist betur að.
Þegar Henríetta hafði gotið átj-
án grísum einn brennheitan ágúst-
dag, var hún heldur betur í vand-
ræðum. Hún hafði aðeins tólf spena
og grísirnir slógust um hana, ýttu
hver við öðrum og hnipptu i hana.
bitu hana og stönguðu og ráku upp
mótvælavein, þegar þeir komust
ekki að. Hún var heit eins og bak-
arofn, bæði utan og innan, hataði
allt og alla og enginn vogaði sér
að koma nærri henni. Til að bæta
gráu ofan á svart fékk hún stálma-
köldu af öllu tottinu.
„Gefðu henni fimm eða sex skeið
ar af hægðasalti," sagði læknirinn
við mig í síma.
Ég lagði á og hugsaði: „Hvernig
í ósköpunum á ég að koma meðali
ofan í geðvonda gyltu, sem ekki