Úrval - 01.09.1974, Síða 82
80
ÚRVAL
væl — Marco var ekki dauður. Ég
annaðist hann eins vel og ég hafði
vit á, og að lokum korhst hann á
fætur og var eins hress og fyrr —
eða það hélt ég! Smátt og smátt
rann þó upp fyrir mér, að svo var
ekki. Dag nokkurn, þegar við vor-
um úti í garði, varð mér starsýnt
á hve undarlega stirt og varlega
hann hreyfði sig, hann lyfti lopp-
unum hátt og teygði þær fram fyr-
ir sig. Flýtisrannsókn sýndi ekk-
ert óeðlilegt, en þegar ég gerði
honum bilt við, hentist hann áfram
og rak höfuðið í körfu, sem ég
hafði sett á gangstíginn.
Hann var blindur.
Hve lengi gæti hann þreifað sig
áfram á þennan hátt, eins og blind-
ur maður, sem leitar fyrir sér með
stafnum sínum? Hve oft hafði hann
soltið, af því að hann komst ekki
framhjá öðrum — ósýnilegum —
köttum, til að ná til matarins, eða
einfaldlega af því, að hann vissi
ekki hvar maturinn var? Ég vissi,
að kettir hafa næmt lyktarskyn,
en þegar ég gaf honum að borða,
var hann aldrei alveg viss um
hvar maturinn var og steig ofan í
hann. Svo fann ég upp á því að
banka í gólfið og hann lærði fljótt,
að einmitt þar hafði ég sett mat-
inn, sem hljóðið kom frá.
Ég vakti yfir honum og fjarlægði
allar hindranir úr vegi hans, þar
til ég fann að ég gerði honum eng-
an greiða með því. Hann var alltaf
að uppgötva eitthvað nýtt. Ekkert
vakti meiri gleði hans en að finna
eitthvað, sem ekki var á sínum
stað. Þess vegna fór ég að flytja
hlutina úr stað, til að krydda dá-
lítið þessa takmörkuðu tilveru.
Þegar ég í fyrsta sinn sá hann í
sólbaði uppi á þaki, sleppti hjarta
mitt einu slagi úr. Hann tók greini-
lega eftir því að ég var fyrir neð-
an, því hann stóð upp, geispaði og
gekk fram á þakbrúnina. Þar veif-
aði hann framfætinum þar til hann
fann trjágrein, bankaði í hana til
að kanna hve traust hún væri,
stökk svo út á hana, gekk eftir
henni að bolnum, klifraði niður og
rölti kæruleysislega til mín.
Með sjálfsöryggi hans jókst einn-
ig ferðaþráin. Fljótlega tók hann
upp sín fyrri ferðalög um skóginn
bak við húsið. Ég undraði mig oft
á, hvað honum tókst að forðast að
reka sig á greinarnar eða nokkuð
annað. (Alveg eins og blindur mað-
ur hafði hann greinilega þroskað
með sér einhvers konar radar, sem
varaði hann við hindrunum). Eða
þegar hann elti flögrandi blað á