Úrval - 01.09.1974, Side 82

Úrval - 01.09.1974, Side 82
80 ÚRVAL væl — Marco var ekki dauður. Ég annaðist hann eins vel og ég hafði vit á, og að lokum korhst hann á fætur og var eins hress og fyrr — eða það hélt ég! Smátt og smátt rann þó upp fyrir mér, að svo var ekki. Dag nokkurn, þegar við vor- um úti í garði, varð mér starsýnt á hve undarlega stirt og varlega hann hreyfði sig, hann lyfti lopp- unum hátt og teygði þær fram fyr- ir sig. Flýtisrannsókn sýndi ekk- ert óeðlilegt, en þegar ég gerði honum bilt við, hentist hann áfram og rak höfuðið í körfu, sem ég hafði sett á gangstíginn. Hann var blindur. Hve lengi gæti hann þreifað sig áfram á þennan hátt, eins og blind- ur maður, sem leitar fyrir sér með stafnum sínum? Hve oft hafði hann soltið, af því að hann komst ekki framhjá öðrum — ósýnilegum — köttum, til að ná til matarins, eða einfaldlega af því, að hann vissi ekki hvar maturinn var? Ég vissi, að kettir hafa næmt lyktarskyn, en þegar ég gaf honum að borða, var hann aldrei alveg viss um hvar maturinn var og steig ofan í hann. Svo fann ég upp á því að banka í gólfið og hann lærði fljótt, að einmitt þar hafði ég sett mat- inn, sem hljóðið kom frá. Ég vakti yfir honum og fjarlægði allar hindranir úr vegi hans, þar til ég fann að ég gerði honum eng- an greiða með því. Hann var alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. Ekkert vakti meiri gleði hans en að finna eitthvað, sem ekki var á sínum stað. Þess vegna fór ég að flytja hlutina úr stað, til að krydda dá- lítið þessa takmörkuðu tilveru. Þegar ég í fyrsta sinn sá hann í sólbaði uppi á þaki, sleppti hjarta mitt einu slagi úr. Hann tók greini- lega eftir því að ég var fyrir neð- an, því hann stóð upp, geispaði og gekk fram á þakbrúnina. Þar veif- aði hann framfætinum þar til hann fann trjágrein, bankaði í hana til að kanna hve traust hún væri, stökk svo út á hana, gekk eftir henni að bolnum, klifraði niður og rölti kæruleysislega til mín. Með sjálfsöryggi hans jókst einn- ig ferðaþráin. Fljótlega tók hann upp sín fyrri ferðalög um skóginn bak við húsið. Ég undraði mig oft á, hvað honum tókst að forðast að reka sig á greinarnar eða nokkuð annað. (Alveg eins og blindur mað- ur hafði hann greinilega þroskað með sér einhvers konar radar, sem varaði hann við hindrunum). Eða þegar hann elti flögrandi blað á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.