Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 83
TAKIÐ OFAN FYRIR KISA
81
íálmandi stökki, sem kom mér til
að hlæja og gráta í senn.
Við og við ærðist hann, þegar
hundsgelt eða annað ógnandi hljóð
kom honum til að hlaupa stefnu-
laust út í bláinn, án þess að hafa
hugmynd um, hvert hann var að
fara. Svo gaf hann frá sér ókenni-
legt hljóð, sem ég lærði með tíman-
um að var hróp á hjálp.
Fyrst í stað fór þetta blindandi
fálm í taugarnar á hinum köttun-
um, vegna þess að hann gat ómögu-
lega forðazt að rekast á þá. Stór
fressköttur, sem hét Pétur, var sér-
lega fjandsamlegur og gaf honum
oft hressilega ráðningu. En svo
gerðist nokkuð athyglisvert. Tím-
um saman sat Pétur og starði hissa
á Marco; og að lokum rann upp
fyrir honum að sér var nokkuð
nýtt á ferðinni, sem hann varð að
taka visst tillit til. Hvenær sem
hann þaðan í frá sá Marco stefna
á hann, stökk hann úr vegi fyrir
honum. Síðan fengu hinir kettirnir
sama skilning á málinu og Marco
fékk að fara í friði.
Árin liðu. Við höfðum öll vanizt
þessari bæklun Marcos, blinda hans
varð eins og sjálfsagður hlutur og
eftir því sem minning hans sjálfs
um sjón fjarlægðist, vandist hann
þessu líka. Þegar hann var 12 ára,
fór að halla undan fæti fyrir hon-
um. Hann fór ekki lengur í sólböð
uppi á þakinu, heldur lét sér nægja
að liggja í sólinni við húsið. Og
þegar hann var 13 ára fékk hann
slag og lamaðist. Meðan ég var að
bræða með mér að binda endi á
líf hans, sýndi hann mér fram á,
að hann hefði ákveðið að gefast
ekki upp.
Dag eftir dag þjálfaði hann löm-
uðu fæturna; til að byrja með
hreyfðust þeir í smá kippum, en
markvisst styrktust þeir. Hann
reyndi að standa upp, en féll útaf,
reyndi aftur og datt, en hann hélt
áfram þar til hann stóð sigurglað-
ur riðandi á öllum fjórum. Þegar
hann gekk, dró hann fæturna dá-
lítið, svo göngulagið varð sérkenni
legt og vaggandi. Þegar hann vildi
láta hleypa sér út, veltist hann nið-
ur tröppurnar, reis upp og hélt
ákveðinn sinn veg.
Þegar hann var 14 ára, varð eft-
irtektarverð breyting á háttarlagi
hans. Hann gat varla beðið með að
komast út á morgnana, en í stað
þess að leggjast í sólbað, settist
hann niður, sneri sér til skógar og
vældi. Marco vildi komast í sinn
elskaða skóg, en komst ekki lengur
hjálparlaust. Ég hafði gaman af að
reika um skóginn, svo um eftirmið-
daginn kallaði ég á hann til þess að
hann gæti fylgzt með mér, og hann
lét ekki á sér standa. Það var nokk
urt vandamál fyrir hann að kom-
ast yfir lækinn, svo ég reyndi að
halda á honum, en hann sneri sig
óþolinmóður úr fanginu á mér og
vildi komast upp á eigin spýtur,
jafnvel þótt hann gæti ekki fundið
stiklusteinana. Þá mundi ég hvern-
ig ég hafði kennt honum, hvar
hann ætti að finna matinn sinn,
svo ég stappaði fætinum fast niður
á hvern stein, svo hann gæti fylgt
hljóðinu eftir. Þetta gekk furðu vel,
þótt af og til mistækist honum og
hann dytti út í. Það virtist ekki