Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 87
BEZTA NEYÐARÞJÓNUSTAN
85
Allt fram á haust 1967 mátti
segja, að Jacksonville fylgdi hinni
almennu reglu: neyðarhjálp óskipu
lögð og algjört brotasilfur. Varla
var unnt að fá ákveðin svör á
ákveðnum tímum. Þrettán sjúkra-
bílar í einkaeign önnuðust flutn-
inga, og oftar voru það lík en lif-
andi fólk, sem þeir óku á ákvörð-
unarstað.
Vagnarnir voru að flestu leyti
eins og líkvagnar og ökumenn
þeirra báru litlu meira eða jafn-
vel minna úr býtum en leigubíl-
stjórar. Tugir sjúklinga létust að
þarflausu.
í þeirri vissu, að ástandið væri
óþolandi, fór borgarstjórinn, Hans
Tanzler, þess á leit við slökkviliðs-
stjórann, Wingate A. Jackson, að
hann tæki að sér sjúkraflutninga.
Og í ágústmánuði 1968 gerði hann
fyrrverandi strandgæzlumann, John
M. Waters, að umsjónarmanni al-
mannavarna í borginni.
Waters notaði sér álit sitt sem
björgunarsérfræðingur nýtekinn
við störfum og heimtaði sérstaklega
útbúna vagna á víð og dreif um
borgina, sem er 841 fermíla með
550 þúsund íbúa. Þeir skyldu vera
útbúnir tækjum og viðbúnir á
hverri stundu, og í hverjum vagni
spelkur, súrefnistæki og lífgunar-
tæki, ennfremur kalltæki og beint
samband við sjúkrahús og slysa-
varðstöðvar. f hverri sjúkrabifreið
skyldi vera sérþjálfað hjálparlið.
Ekki hafði Waters fyrr komið
þessu öllu í framkvæmd, en hann
hugði á fleiri nýjungar með aðstoð
ríkisframlags, sem nam 250 þúsund
dölum.
Slysavarðstöð var nú komið upp
í miðborginni, sem annast skyldi
öll neyðarköll. Borgarar fengu nú
númer þessarar stöðvar afhent
ásamt nafnskírteini sínu og öku-
leyfi. Fjórum deildum kallstöðva og
götusíma var komið á fót, og þar
með 312 sérstökum símatækjum.
Að síðustu var fullráðnum starfs-
mönnum, áttatíu og tveim að tölu,
veitt meiri fræðsla í fleiri tíma og
um lengra tímabil eða —- 1385
stundir á tveim árum — en nokkr-
um öðrum slökkviliðsmönnum í
Bandaríkjunum.
Þótt læknar, hjúkrunarkonur og
sjúkrahúsaráðsmenn væru mjög
vantrúuð á hæfni og háttvísi bruna
liðsmanna til að meðhöndla sjúk-
linga, þá hvarf sá efi eins og dögg
fyrir sólu, þegar spurðist, hve
slökkviliðsmenn Jacksonvilleborgar
voru vel að sér og færir í störfum.
Það væru sannarlega karlar í krap
inu, sem vissu, hvað til bragðs
skyldi taka hverju sinni.
Árið 1970 hreppti Jacksonville
fyrsta sæti í samkeppni um þetta
og hafði þá 42 björgunar- eða neyð
arflokka á ýmsum stöðum í borg-
inni.
En ekki vildi Watson leggjast til
hvíldar á þeim lárviðarbeði, heldur
ákvað, að í hverjum vagni skyldi
vera hjartalínurit, svo að læknar á
varðstöðvunum gætu séð líðan sjúk
lingsins svart á hvítu, þegar þang-
að kæmi, á mæli „ritsins“.
Og hann fékk borgarráð Jackson-
ville til að leggja þennan kostnað
fram, en það voru 90 þús. dalir.
En nú nemur kostnaðurinn við
þetta allt um einni milljón dala á