Úrval - 01.09.1974, Side 87

Úrval - 01.09.1974, Side 87
BEZTA NEYÐARÞJÓNUSTAN 85 Allt fram á haust 1967 mátti segja, að Jacksonville fylgdi hinni almennu reglu: neyðarhjálp óskipu lögð og algjört brotasilfur. Varla var unnt að fá ákveðin svör á ákveðnum tímum. Þrettán sjúkra- bílar í einkaeign önnuðust flutn- inga, og oftar voru það lík en lif- andi fólk, sem þeir óku á ákvörð- unarstað. Vagnarnir voru að flestu leyti eins og líkvagnar og ökumenn þeirra báru litlu meira eða jafn- vel minna úr býtum en leigubíl- stjórar. Tugir sjúklinga létust að þarflausu. í þeirri vissu, að ástandið væri óþolandi, fór borgarstjórinn, Hans Tanzler, þess á leit við slökkviliðs- stjórann, Wingate A. Jackson, að hann tæki að sér sjúkraflutninga. Og í ágústmánuði 1968 gerði hann fyrrverandi strandgæzlumann, John M. Waters, að umsjónarmanni al- mannavarna í borginni. Waters notaði sér álit sitt sem björgunarsérfræðingur nýtekinn við störfum og heimtaði sérstaklega útbúna vagna á víð og dreif um borgina, sem er 841 fermíla með 550 þúsund íbúa. Þeir skyldu vera útbúnir tækjum og viðbúnir á hverri stundu, og í hverjum vagni spelkur, súrefnistæki og lífgunar- tæki, ennfremur kalltæki og beint samband við sjúkrahús og slysa- varðstöðvar. f hverri sjúkrabifreið skyldi vera sérþjálfað hjálparlið. Ekki hafði Waters fyrr komið þessu öllu í framkvæmd, en hann hugði á fleiri nýjungar með aðstoð ríkisframlags, sem nam 250 þúsund dölum. Slysavarðstöð var nú komið upp í miðborginni, sem annast skyldi öll neyðarköll. Borgarar fengu nú númer þessarar stöðvar afhent ásamt nafnskírteini sínu og öku- leyfi. Fjórum deildum kallstöðva og götusíma var komið á fót, og þar með 312 sérstökum símatækjum. Að síðustu var fullráðnum starfs- mönnum, áttatíu og tveim að tölu, veitt meiri fræðsla í fleiri tíma og um lengra tímabil eða —- 1385 stundir á tveim árum — en nokkr- um öðrum slökkviliðsmönnum í Bandaríkjunum. Þótt læknar, hjúkrunarkonur og sjúkrahúsaráðsmenn væru mjög vantrúuð á hæfni og háttvísi bruna liðsmanna til að meðhöndla sjúk- linga, þá hvarf sá efi eins og dögg fyrir sólu, þegar spurðist, hve slökkviliðsmenn Jacksonvilleborgar voru vel að sér og færir í störfum. Það væru sannarlega karlar í krap inu, sem vissu, hvað til bragðs skyldi taka hverju sinni. Árið 1970 hreppti Jacksonville fyrsta sæti í samkeppni um þetta og hafði þá 42 björgunar- eða neyð arflokka á ýmsum stöðum í borg- inni. En ekki vildi Watson leggjast til hvíldar á þeim lárviðarbeði, heldur ákvað, að í hverjum vagni skyldi vera hjartalínurit, svo að læknar á varðstöðvunum gætu séð líðan sjúk lingsins svart á hvítu, þegar þang- að kæmi, á mæli „ritsins“. Og hann fékk borgarráð Jackson- ville til að leggja þennan kostnað fram, en það voru 90 þús. dalir. En nú nemur kostnaðurinn við þetta allt um einni milljón dala á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.