Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 91
ÞÁTTASKIL í SÖGU . . .
89
réttum tíma og hver og einn hafði
tekið fyrirskipað lyf, sem var til
þess að hægt væri að ákveða magn
blóðsykurs í blóðinu. En læknarnir
frá Perth, sem áttu að rannsaka
fólkið voru ekki komnir, og ekki
leið á löngu, þar til biðstofan var
sneisafull og komin röð fyrir utan,
en vegna mannfæðar gekk rann-
sóknin skelfilega hægt innifyrir.
Allt í einu heyrðist ískra í heml-
um fyrir utan, læknarnir týndu
komu þjótandi inn og öllu var borg
ið.
f sínum björtustu vonum bjugg-
ust skipuleggjarar Busselton áætl-
unarinnar við 80% þátttöku af
hálfu íbúa staðarins, og reiknuðu
þá aðeins með fullorðnu fólki (börn
eru rannsökuð í sérstakri hliðar-
áætlun). Reyndin varð sú, að 91%
skilaði sér, og sú tala hefur hald-
izt æ síðan.
Mikilvæg stund rann upp, þegar
lokaniðurstaðan af fyrstu fjölda-
rannsókninni lá fyrir. Læknarnir
voru sannfærðir um, að fullkomin
hreinskilni væri bezta stefnan.
Hver þátttakandi fékk því tölvuút-
skrift, sem var í rauninni ekkert
annað en fullkomin lýsing á heilsu
viðkomandi. Bölsýnismenn höfðu
búizt við umfangsmikilli móður-
sýki meðal íbúanna, þegar þetta
yrði gert, en borgararnir í Bussel-
ton tóku upplýsingunum með
mestu rósemi. Ekki leið á löngu,
þar til þeir voru farnir að bera
saman heilsufarsskýrslur sínar jafn
kæruleysislega og þeir ræddu um
bridge eða gólf.
Þar sem eitthvað athugavert
hafði komið í ljós, var sjúklingun-
um ráðið til að snúa sér til heim-
ilislæknisins. Enn sjálfboðaliðinn,
frú Doris Whitaker, fjörleg og dug
leg húsmóðir. rúmlega fertug,
komst að því, að hún hafði hættu-
lega háan blóðþrýsting, jafn háan
og áttræð kona. Hún hefur síðan
fengið reglulega meðhöndlun, en ef
hún hefði ekki ákveðið að taka
þátt í þessari rannsókn, aðeins til
að gera öðrum gott, eru líkur til að
ekki hefði komizt upp um þetta
ástand hennar fyrr en um seinan.
,,Það, sem gerzt hefur hér, er
gagnstætt venjulegum, læknisfræði
legum aðferðum," segir einn lækn-
anna í Busselton. „Læknar safna
venjulega saman staðreyndum en
láta ekki uppskátt um þær við sjúk
linginn. Við ráðskumst með heilsu
hans. En það, sem komið hefur í
ljós hér, er að þegar við látum fólk
hafa nákvæma skýrslu um heil-
brigðisástand þess, hvaða læknis-
meðferð það hefur fengið, röntgen-
filmur, blóðrannsóknir, bréf, sem
hafa farið milli hinna ýmsu sér-
fræðinga og heimilislækna — kem-
ur á daginn, að fólkið tekur í undra
mörgum tilfellum sjálft réttar
ákvarðanir.
Sem dæmi um þetta má segja
frá því, að í ljós kom, að maður
nokkur var ákaflega líklegur til að
fá ákveðinn hjartasjúkdóm. „Það
er ekkert að hjartanu í þér, aðeins
líkur til að svo geti orðið,“ sagði
læknirinn honum, og ráðlagði hon-
um að hreyfa sig mikið, borða
minna og draga úr bjórdrykkjunni.
Þó að maðurinn kenndi sér einskis
meins og hefði ekkert fyrir sér en
orð læknisins, tók hann þessu vel