Úrval - 01.09.1974, Qupperneq 91

Úrval - 01.09.1974, Qupperneq 91
ÞÁTTASKIL í SÖGU . . . 89 réttum tíma og hver og einn hafði tekið fyrirskipað lyf, sem var til þess að hægt væri að ákveða magn blóðsykurs í blóðinu. En læknarnir frá Perth, sem áttu að rannsaka fólkið voru ekki komnir, og ekki leið á löngu, þar til biðstofan var sneisafull og komin röð fyrir utan, en vegna mannfæðar gekk rann- sóknin skelfilega hægt innifyrir. Allt í einu heyrðist ískra í heml- um fyrir utan, læknarnir týndu komu þjótandi inn og öllu var borg ið. f sínum björtustu vonum bjugg- ust skipuleggjarar Busselton áætl- unarinnar við 80% þátttöku af hálfu íbúa staðarins, og reiknuðu þá aðeins með fullorðnu fólki (börn eru rannsökuð í sérstakri hliðar- áætlun). Reyndin varð sú, að 91% skilaði sér, og sú tala hefur hald- izt æ síðan. Mikilvæg stund rann upp, þegar lokaniðurstaðan af fyrstu fjölda- rannsókninni lá fyrir. Læknarnir voru sannfærðir um, að fullkomin hreinskilni væri bezta stefnan. Hver þátttakandi fékk því tölvuút- skrift, sem var í rauninni ekkert annað en fullkomin lýsing á heilsu viðkomandi. Bölsýnismenn höfðu búizt við umfangsmikilli móður- sýki meðal íbúanna, þegar þetta yrði gert, en borgararnir í Bussel- ton tóku upplýsingunum með mestu rósemi. Ekki leið á löngu, þar til þeir voru farnir að bera saman heilsufarsskýrslur sínar jafn kæruleysislega og þeir ræddu um bridge eða gólf. Þar sem eitthvað athugavert hafði komið í ljós, var sjúklingun- um ráðið til að snúa sér til heim- ilislæknisins. Enn sjálfboðaliðinn, frú Doris Whitaker, fjörleg og dug leg húsmóðir. rúmlega fertug, komst að því, að hún hafði hættu- lega háan blóðþrýsting, jafn háan og áttræð kona. Hún hefur síðan fengið reglulega meðhöndlun, en ef hún hefði ekki ákveðið að taka þátt í þessari rannsókn, aðeins til að gera öðrum gott, eru líkur til að ekki hefði komizt upp um þetta ástand hennar fyrr en um seinan. ,,Það, sem gerzt hefur hér, er gagnstætt venjulegum, læknisfræði legum aðferðum," segir einn lækn- anna í Busselton. „Læknar safna venjulega saman staðreyndum en láta ekki uppskátt um þær við sjúk linginn. Við ráðskumst með heilsu hans. En það, sem komið hefur í ljós hér, er að þegar við látum fólk hafa nákvæma skýrslu um heil- brigðisástand þess, hvaða læknis- meðferð það hefur fengið, röntgen- filmur, blóðrannsóknir, bréf, sem hafa farið milli hinna ýmsu sér- fræðinga og heimilislækna — kem- ur á daginn, að fólkið tekur í undra mörgum tilfellum sjálft réttar ákvarðanir. Sem dæmi um þetta má segja frá því, að í ljós kom, að maður nokkur var ákaflega líklegur til að fá ákveðinn hjartasjúkdóm. „Það er ekkert að hjartanu í þér, aðeins líkur til að svo geti orðið,“ sagði læknirinn honum, og ráðlagði hon- um að hreyfa sig mikið, borða minna og draga úr bjórdrykkjunni. Þó að maðurinn kenndi sér einskis meins og hefði ekkert fyrir sér en orð læknisins, tók hann þessu vel
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.