Úrval - 01.09.1974, Side 96

Úrval - 01.09.1974, Side 96
94 ÚRVAL Stundum hefur mér snúizt hug- ur, þegar lesendur mínir hafa sann- fært mig um að ég hafi verið að vaða reyk. Kona ein í Seattle skrif- aði, að móðir hennar hefði eytt sex mánuðum í að hekla kjól handa tíu ára dótturdóttur sinni til að nota í ákveðnu, mikilvægu sam- kvæmi. Hún sagði, að kjóllinn væri ljótur og gamaldags. ,,Ann, þú veizt að krakkar fást ekki til að vera í hekluðum kjólum lengur.“ Á hinn bóginn var amma 82 ára gömul, við kvæm sál sem vildi vel, og hún myndi taka það mjög nærri sér, ef litla stúlkan væri ekki í heklaða kjólnum við þetta tækifæri. Hvað var nú til ráða? Þetta var erfitt, en ég ráðlagði móðurinni að útskýra það fyrir dóttur sinni, að kjóllinn væri gerð- ur með ást og umhyggju og að til- finningar ömmu væru mikilvægari heldur en að vera eins og klipptur út úr tízkublaði þennan eina dag ársins. Ég sagði henni að skýra það fyrir öllum, sem hún næði til, að barnið væri í þessum kjól til að sýna ömmu sinni vinarhug, og að það væri mikilvægara að hlífa til- finningum gömlu konunnar heldur en að vera að eltast við nýjustu tízku. Mér sjálfri fannst þetta ljómandi ráð, en lesendur mínir voru á öðru máli. Það rigndi yfir mig bréfun- um, og ritarar þeirra voru and- stæðingar mínir, hundrað á móti einum. Tízkuteiknari einn í Kaliforníu sagði: „Ann, vertu nú miskunnsöm! Neyddu ekki barnið til að vera í þessum ljóta, heklaða kjól!“ Fólk sendi mér teikningar og sýnishorn. Móðir frá Fairbanks í Alaska skrif- aði: „Sendið mér kjólinn. Ég skal búa til á hann bleika taftlíningu og blússu og gera hann fallegan." Skemmtilegasta bréfið kom frá 11 ára dreng í Phoenix: „Ég vorkenni þessari litlu stúlku og ég held, að ég geti hjálpað henni: Pabbi á efna laug. Ef hún sendir honum kjól- inn, getur hann skemmt hann fyrir hana.“ Ef til vill urðu þó athyglisverð- ustu bréfaskriftin út af tannbrúnni góðu. Ég fékk bréf frá konu, sem sagðist hafa áhyggjur af tengda- móður sinni, sem héldi því fram, að hún heyrði í gegnum tannbrúna sína leynilegar útvarpssendingar milli Sovét-Rússlands' og Rauða- Kína. Þótt ég reyni yfirleitt að rann- saka vandamál, sem mér finnst að geti átt einhvern fót fyrir sér, fannst mér þetta hljóta að vera hreinasti heilaspuni. Svo ég taldi mér óhætt að ráðleggja konunni að senda tengdamóður sína til sál- fræðings. Áður en vika var liðin, hafði ég fengið stafla af bréfum, sem til- kynntu mér, að ég hefði gert kon- unni hræðilega rangt til. Reiður lesandi í Suður-Dakóta skrifaði: „Það er alls ekki ólíklegt, að kon- an heyri útvarpssendingar í brúnni. Ég hef sjálfur haft svipaða reynslu í mörg ár.“ Maður í New Jersey skrifaði: „Ég næ stöðinni hérna í New Jersey jafnaðarlega í gegnum tannbrúna mína.“ Lesendur til- kynntu mér einnig, að þeir heyrðu dansmúsík og útvarpsauglýsingar í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.