Úrval - 01.09.1974, Page 102
100
ÚRVAL
okkur. Lítið, norskt gufuskip átti
leið fram hjá kofanum okkar og
ætlaði að lofa okkur að fljóta með,
svo við sluppum við erfiða land-
ferð þangað. Svo sýndi hann mér
umhverfið, með ákefð og alvöru,
sem kom við hjartað í mér, ekki
sízt vegna þess að í mínum augum
var allt kalt og drungalegt. Jafn-
vel þótt ég væri öll af vilja gerð,
gat ég ekkert séð faílegt eða heill-
andi við þennan stað.
Við héldum um borð í litla skip-
ið norska og lögðum þegar af stað
norður eftir. Það kom mér gersam-
lega á óvart, þegar Hermann sagði
mér, að þriðji maðurinn myndi
verða með okkur um veturinn.
„Veiðisvæðið mitt er afar stórt, og
ég vil ekki, að þú sért alltof lengi
ein í kofanum," sagði hann. „Ég
hef þekkt Karl lengi. Hann er Norð
maður, og í rauninni er hann hvala
skytta. Hann var á leið heim í sum-
ar, þegar ég spurði hann, hvort
hann gæti ekki hugsað sér að vera
með okkur í vetur. Hann lét ekki
segja sér það tvisvar — hann er
vitlaus í Svalbarða.“ Rétt í þessu
kom Karl til okkar, brosleitur og
bláeygur piltur um tvítugt.
Ég komst fljótt að því, að allir
farþegarnir á norska skipinu höfðu
Svalbarða meira eða minna á heil-
anum. Þar var meðal annarra mið-
aldra, enskur milljónamæringur,
sem gekk um í sandölum, stuttbux-
um og þunnri regnkápu. Hann gat
ekki um annað talað en Svalbarða
og kom hingað árlega. Annar far-
þegi, einnig Englendingur, skýrði
okkur af innlifun frá leiðangri, sem
hann hafði farið þvert yfir landið.
Sá leiðangur endaði með því, að
allur búnaður hans hvarf í jökul-
sprungu, en það hafði ekkert að
segja, hann ætlaði að leggja í nýj-
an leiðangur næsta ár.
„Vorið er fegursti tíminn á þess-
um slóðum." sagði einn Norðmaður
inn og brosti hæglætislega. „Það er
ógleymanlegt . . .“
,,Ég ætla nú ekki að láta Sval-
barða gagntaka mig eins og þið öll
hin,“ sagði ég þrákelknislega.
„Þér komizt ekki hjá því, góða,“
svaraði Norðmaðurinn með ró-
samri sannfæringu.