Úrval - 01.09.1974, Side 102

Úrval - 01.09.1974, Side 102
100 ÚRVAL okkur. Lítið, norskt gufuskip átti leið fram hjá kofanum okkar og ætlaði að lofa okkur að fljóta með, svo við sluppum við erfiða land- ferð þangað. Svo sýndi hann mér umhverfið, með ákefð og alvöru, sem kom við hjartað í mér, ekki sízt vegna þess að í mínum augum var allt kalt og drungalegt. Jafn- vel þótt ég væri öll af vilja gerð, gat ég ekkert séð faílegt eða heill- andi við þennan stað. Við héldum um borð í litla skip- ið norska og lögðum þegar af stað norður eftir. Það kom mér gersam- lega á óvart, þegar Hermann sagði mér, að þriðji maðurinn myndi verða með okkur um veturinn. „Veiðisvæðið mitt er afar stórt, og ég vil ekki, að þú sért alltof lengi ein í kofanum," sagði hann. „Ég hef þekkt Karl lengi. Hann er Norð maður, og í rauninni er hann hvala skytta. Hann var á leið heim í sum- ar, þegar ég spurði hann, hvort hann gæti ekki hugsað sér að vera með okkur í vetur. Hann lét ekki segja sér það tvisvar — hann er vitlaus í Svalbarða.“ Rétt í þessu kom Karl til okkar, brosleitur og bláeygur piltur um tvítugt. Ég komst fljótt að því, að allir farþegarnir á norska skipinu höfðu Svalbarða meira eða minna á heil- anum. Þar var meðal annarra mið- aldra, enskur milljónamæringur, sem gekk um í sandölum, stuttbux- um og þunnri regnkápu. Hann gat ekki um annað talað en Svalbarða og kom hingað árlega. Annar far- þegi, einnig Englendingur, skýrði okkur af innlifun frá leiðangri, sem hann hafði farið þvert yfir landið. Sá leiðangur endaði með því, að allur búnaður hans hvarf í jökul- sprungu, en það hafði ekkert að segja, hann ætlaði að leggja í nýj- an leiðangur næsta ár. „Vorið er fegursti tíminn á þess- um slóðum." sagði einn Norðmaður inn og brosti hæglætislega. „Það er ógleymanlegt . . .“ ,,Ég ætla nú ekki að láta Sval- barða gagntaka mig eins og þið öll hin,“ sagði ég þrákelknislega. „Þér komizt ekki hjá því, góða,“ svaraði Norðmaðurinn með ró- samri sannfæringu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.