Úrval - 01.09.1974, Page 103

Úrval - 01.09.1974, Page 103
KONA Á HJARA VERALDAR 101 EFTIR TÓLF STUNDA siglingu beitti skipið allt í einu upp í. „Þá erum við komin,“ hrópaði maður- inn minn glaðbrosandi. „Eg sá lít- ið annað en þoku, og einhvers stað- ar í henni móaði í langa, gráa strandlengju og lítinn, ferhyrndan kassa, sem leit út fyrir að hafa skolazt á land. Það var kofinn okk- ar. Meðan verið var að koma far- angri og birgðum niður í bátinn, kom skipstjórinn og öll áhöfnin til þess að kveðja okkur. Þeir tóku allir í hendur okkar en sögðu ekk- ert. í augum þeirra mátti lesa, að þeir gerðu sér grein fyrir alvöru stundarinnar. „Góðan veti(r,“ hróp uðu þeir allir í kór á eftir okkur. Svo stukkum við niður í vaggandi léttabátinn og rerum hægt heim að ströndinni. ÞEGAR NÆR DREGUR lítur ströndin allt annað en vinalega út — dimmt, flatt land, umkringt þrem svörtum fjöllum, sem rísa bratt eins og risavaxnir kolahaug- ar. Hér er ekki að finna svo mikið sem tré eða runna, nakin sléttan milli fjalls og fjöru er ekki annað en steinn á stein ofan. Kofinn stendur á ofboð litlu nesi. Hann er lítill og ferhyrndur og yf- ir hann er strengdur tjöruborinn segldúkur. Kassar og tunnur, sleð- ar, árar og gömul skíði standa í hlöðum meðfram veggjunum, og umhverfis liggja dýrabeinagrindur í hrönnum. Og ofan við kofann, kassana, beinin og steinana streym- ir regnið eins og endalaus, grá móða. Við förum inn, og meðan Her- mann reynir að kveikja upp í þver- móðskufullum ofninum, litast ég um á heimili okkar. Það er eitt herbergi. á að gizka þrisvar sinn- um þrír metrar með kojur í einu horninu, bjálkabedda meðfram ein- um veggnum og litlu borði undir glugganum. „Gegnum gluggann getum við skotið bjarndýrin, þegar þau leita heim að kofanum á veturna," segir Hermann. ,,Jæja,“ er það eina, sem ég finn til svars. „Ef við erum heppin, koma þau hingað með lagnaðarísnum," held- ur hann áfram. „Þau eru forvitnis- skepnur, sem alltaf þurfa að skoða kofana nánar.“ Hann segir mér bráðsmellna sögu um veiðimann, sem sat við borð sitt og snæddi, og vissi ekki fyrr til en bangsi nokkur rak allt í einu hramminn í gegnum gluggann og ofan í dollu með smiör líki. sem stóð á borðinu. Meðan Hermann segir frá, sýslar hann um eitt og annað líkt og hús- móðir, sem endilega vill gera eins vel við gesti sína og hann getur. Það er aðeins með því að taka á öllu, sem ég á til af sjálfsstjórn, að mér tekst að dylja, hvað ég er skelfd við þetta allt- Eg er eins og lömuð yfir því. að Hermann álitur greinilega siálfsagt, að ég sé eins og heima hjá mér í þessu kofa- ræksni með rándýr lúskrandi utan við glugga og dyr. Svo er matur. Máltíðin er haf"?- grautur, saltaður með sjó. bvf við finnum ekki saltið, sem við höfum meðferðis. Eg stari út um gluge-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.