Úrval - 01.09.1974, Page 106
104
ÚRVAL
ann, meðan við borðum, út á mis-
kunnarlaust tilbreytingarleysi
regns, hafs og þoku.
„Þetta er dæmigert sumarveð-
ur,“ segir Hermann með afsökunar-
hreim. „Það er þegar ísinn og golf-
straumurinn mætast, þá fáum við
alla þessa þoku.“
„Hvar er norður?" spyr ég.
Karl bendir: „Norður, suður,
austur, vestur.“ Og hann heldur
áfram, eins og lögregluþjónn, sem
vísar veginn: „Örvæntingarflói,
Neyðaroddi, Vesældarvík, Sorgar-
fjörður . .
„Þetta eru okkar næstu ör-
nefni,“ segir Hermann kyrrlátlega
til útskýringar.
„Hvers vegna eru þessi staðar-
heiti svona ömurleg?"
„Það er ekki óalgengt, að skipin
hrekist undan ísnum upp að þess-
um ströndum á sumrin. En við er-
um örugg hér uppi á landi.“
Ég moka grautnum áfram í mig,
'þegjandi, og stari út í þokuna.
VIÐ TÖKUM UPP farangurinn.
Það er ekki gott að segja, hve
marga daga það tekur, því hér er
enginn munur dags og nætur. Hver
dagur rennur út í eitt við þann
næsta. Það er alltaf jafn bjart,
skvaldur öldunnar alltaf hið sama,
og bokan stendur eins og óbifan-
legur múr um kofann. Við borð-
um, þegar við erum svöng, sofum,
þegar við erum þreytt.
UM StÐIR HEFUR allt verið lesið
í sundur, staflað upp og komið fyr-
ir. Ég hef þvegið veggina og gólfið
með sápu og heitu vatni. Og núna,
þegar kofinn er orðinn hreinn og
hirðulegur, rénar heldur leiði minn,
og ég sé umhverfið með nýjum
augum.
Það er eitthvað fallegt við hrein-
dýrsskinnin á kojunum og rauðleit-
an blæinn á reykmettuðum tré-
veggjunum. Þykkar loðkápurnar,
lappastígvélin og litrík beltin, sem
hanga á veggjunum, hnífarnir og
sveðjurnar, sem stungið er inn á
milli bita, allt er þetta til að gefa
kofanum vissan stíl og þokka.
En ég finn ennþá ógn standa af
drungalegu umhverfinu. Dag nokk-
urn taka karlmennirnir mig með
til að sækja drykkjarvatn. ,,Þú
verður að læra að rata í þokunni,"
segir Hermann. „svo þú getir sjálf
sótt þér vatn, þegar við erum ekki
heima.“
Að fara út að brunninum er eins
og að vafra um í einkennilegum
draumi. Þokan liggur eins og rak-
ur hjúpur þétt að okkur. Undir
fótum okkar er ekkert annað en
steinar. Stórir, kantaðir og hvassir
steinar, sem fæturnir skrika á.
Karlarnir rata í þokunni með hjálp
þessara steina. Hvernig þeir liggja
og hvernig þeir eru einn frábrugð-
inn öðrum, þjónar sem vegvísir —
en mér sýnist þeir allir eins.
Þetta tilbreytingarleysi er farið
að fara í taugarnar á mér. Hvar sem
ég fer, ú+i eða inni, vakin og sofin.
sé ég ekkert annað en steina og
aftur steina. Evrópa er mér para-
dís hugans. Þar vaxa blóm og ávext
ir og allt, sem not er fyrir í þessu
lífi, beint upp úr jörðinni. Hér, þar
sem ekkert grær, skil ég fyrst hví-
líkt kraftaverk jurtin er.