Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 106

Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 106
104 ÚRVAL ann, meðan við borðum, út á mis- kunnarlaust tilbreytingarleysi regns, hafs og þoku. „Þetta er dæmigert sumarveð- ur,“ segir Hermann með afsökunar- hreim. „Það er þegar ísinn og golf- straumurinn mætast, þá fáum við alla þessa þoku.“ „Hvar er norður?" spyr ég. Karl bendir: „Norður, suður, austur, vestur.“ Og hann heldur áfram, eins og lögregluþjónn, sem vísar veginn: „Örvæntingarflói, Neyðaroddi, Vesældarvík, Sorgar- fjörður . . „Þetta eru okkar næstu ör- nefni,“ segir Hermann kyrrlátlega til útskýringar. „Hvers vegna eru þessi staðar- heiti svona ömurleg?" „Það er ekki óalgengt, að skipin hrekist undan ísnum upp að þess- um ströndum á sumrin. En við er- um örugg hér uppi á landi.“ Ég moka grautnum áfram í mig, 'þegjandi, og stari út í þokuna. VIÐ TÖKUM UPP farangurinn. Það er ekki gott að segja, hve marga daga það tekur, því hér er enginn munur dags og nætur. Hver dagur rennur út í eitt við þann næsta. Það er alltaf jafn bjart, skvaldur öldunnar alltaf hið sama, og bokan stendur eins og óbifan- legur múr um kofann. Við borð- um, þegar við erum svöng, sofum, þegar við erum þreytt. UM StÐIR HEFUR allt verið lesið í sundur, staflað upp og komið fyr- ir. Ég hef þvegið veggina og gólfið með sápu og heitu vatni. Og núna, þegar kofinn er orðinn hreinn og hirðulegur, rénar heldur leiði minn, og ég sé umhverfið með nýjum augum. Það er eitthvað fallegt við hrein- dýrsskinnin á kojunum og rauðleit- an blæinn á reykmettuðum tré- veggjunum. Þykkar loðkápurnar, lappastígvélin og litrík beltin, sem hanga á veggjunum, hnífarnir og sveðjurnar, sem stungið er inn á milli bita, allt er þetta til að gefa kofanum vissan stíl og þokka. En ég finn ennþá ógn standa af drungalegu umhverfinu. Dag nokk- urn taka karlmennirnir mig með til að sækja drykkjarvatn. ,,Þú verður að læra að rata í þokunni," segir Hermann. „svo þú getir sjálf sótt þér vatn, þegar við erum ekki heima.“ Að fara út að brunninum er eins og að vafra um í einkennilegum draumi. Þokan liggur eins og rak- ur hjúpur þétt að okkur. Undir fótum okkar er ekkert annað en steinar. Stórir, kantaðir og hvassir steinar, sem fæturnir skrika á. Karlarnir rata í þokunni með hjálp þessara steina. Hvernig þeir liggja og hvernig þeir eru einn frábrugð- inn öðrum, þjónar sem vegvísir — en mér sýnist þeir allir eins. Þetta tilbreytingarleysi er farið að fara í taugarnar á mér. Hvar sem ég fer, ú+i eða inni, vakin og sofin. sé ég ekkert annað en steina og aftur steina. Evrópa er mér para- dís hugans. Þar vaxa blóm og ávext ir og allt, sem not er fyrir í þessu lífi, beint upp úr jörðinni. Hér, þar sem ekkert grær, skil ég fyrst hví- líkt kraftaverk jurtin er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.