Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 107

Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 107
KONA Á HJARA VERALDAR 105 í djúpum hugans er ég fjarska áhyggjufull yfir matarfoi'ðanum okkar. Allir þessir kassar, pokar, kútar og krukkur líta svo sem traustlega út við fyrstu sýn, en flest matvælin skortir alveg vítamín. Ég fer yfir listann: Þurrkaðar baunir, ertur og linsubaunir — samasem engin fjörefni. Kakó, hvít hrísgrjón, hveiti, — næstum engin vítamín. Te, kaffi, sykur, alls eng- in fjörefni. Kartöflur og nokkrir laukar, þurrkaðir ávextir, stífsaltað kjöt. Það eina, sem við eigum með vítamíni er bókstaflega ekki annað en krukkukrili með smjöri, ein af hunangi, flaska af þroskalýsi og sex kálhausar. „Taktu þetta ekki nærri þér,“ segir Hermann hughreystandi, þeg- ar ég segi honum kvíða minn. „AUt lítur út miklu verra en það er í þokunni. Villibráðin, sem við kom- um til með að skjóta, sér okkur fyrir þeim vítamínum, sem við þurfum.“ Mér er ekki sérlega rótt við til- hugsunina um, að allt okkar líf er undir heppni veiðimannanna kom- ið. Ég fæ ekki skilið, hvernig karl- mennirnr geta tekið lífinu með þessari dauðýflislegu ró. Eru þeir að látast, eða stafar jafnvægi þeirra af einhverri djúpri vizku, sem okk- ur veni.ulegu fólki er hulin? ÞAÐ ER KVÖLD, og við stöndum öll þrjú úti fyrir kofanum og rýn- um út í þokuna. Allt í einu rekur selur hausinn upp úr sjónum og starir forvitinn — næstum brosandi — á okkur. Karl læðist inn í kof- ann eftir rifflinum. Selurinn starir eins og dáleiddur á okkur, sem stöndum krafkyrr utan við kofann. „Kafaðu," hvísla ég mér sjálfri mér og vona, að hann fái hugskeyti. Svo hljómar skot. Selurinn kafar ekki, heldur liggur í vatnsskorp- unni eins og stór, svört blaðra. „Ég náði honum,“ segir Karl, og andar- taki seinna er selurinn dreginn á land. f kvöld steiki ég fjall af selslifur og bý til haug af kartöflumús með steiktum lauk. Karlarnir tveir kýla svo vömbina, að ég trúi tæpast mín um eigin augum. Þeir eru eins og kettir, sem geta gengið með tóman belginn svo dögum skiptir, en svo allt í einu þanið sig svo út, að þeir geta varla dregizt um á eftir. „Allir. sem lifa af veiðum, haaa sér svona,“ segir maðurinn minn mér á eftir. Við steinsofnum eftir þessa dýrð legu máltíð og vöknum næsta morg un full af þrótti og fjöri. Við lit- umst umsvifalaust um eftir útrás fyrir alla þessa orku. Karlarnir hefj ast handa með að dytta að kofan- um, ég fyllist fifldirfsku og veð út i þokuna að sækja vatn. Þegar ég er komin smáspöl, svif- ar þokan andartak af fjöllunum. Tindar þeirra eru þaktir nýsnævi. Það er heillandi og hátignarlegur þróttur í þessum villtu fjöllum, sem svört og hvít teygja fingur sína til himins. Svo sveipar þokan þau aft- ur. Allt í einu er ég létt sem fjöð- ur. Ekkert er auðveldara en rata út að brunninum og ég finn hann eftir andartak. Ég sný heim á leið í góðu skapi. Eftir ógnarlangan tíma heyri ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.