Úrval - 01.09.1974, Qupperneq 108

Úrval - 01.09.1974, Qupperneq 108
106 ÚRVAL loks sjávarniðinn. En hvergi er snef il af kofanum að finna. Ég sný í norður •—■ ekkert. Suður — heldur ekkert. Aðeins hin svarta,grýtta strönd með litlum víkum, sem allar eru eins. Ég finn ekkert, sem geti gefið mér vísbendingu um, í hvaða átt ég eigi að fara. Það er langt síðan ég skildi vatnsfötuna ein- hvers staðar eftir, og nú sprettur kaldur hræðslusviti fram á enni mér. Allt í einu kemur kofinn þjót- andi út úr þokunni og nemur stað- ar fyrir framan mig. Karlmennirnir skemmta sér kon- unglega yfir að sjá mig koma tóm- henta til baka. Svo miskunnar Karl sig yfir mig og heldur burtu að leita fötunnar. Eftir örskamma stund kemur hann með hana og stillir henni fyrir framan míg, um leið og hann hneygir sig djúpt. Þokan liggur kyrr, dag eftir dag. Karlarnir hafa alltaf eitt og annað að gera, og ég beiti allri minni mat- argerðarlist á selinn. Ég verð þó að viðurkenna, að ég er löngu orðin hundleið á honum, því kjötið er alltaf svart eins og kol og smakk- ast á sama hátt, hvort sem ég sýð það, steiki eða glóðarsteiki. En karlarnir eru himinlifandi, og nú þegar ég hef séð, hvernig vel mið- að skot getur fært okkur jafngildi heillar kjötbúðar, er ég ekki leng- ur hrædd um vítamínskort. RÉTT í ÞESSU var ég að sjá Sval- barða í fyrsta sinn. Það hlýtur að vera komið fram í ágústlok. Ég vaknaði eldsnemma — ég veit ekki hvers vegna. Kannski var það vegna þessa tæra, hressandi lofts, sem verkar á mann eins og lífs- elixír. Þegar ég horfði úr kojunni minni út í gegnum opnar dyrnar, sá ég í fyrsta sinn, allan þann tíma, sem ég hef verið hér, sólina glitra á bláum haffletinum. Ég læddist á tánum út, til þess að vekja ekki karlana. Þetta var óviðjafnanleg sýn. Ég veit nú, að við búum á ólýsanlega fallegum stað. Framundan teygist tigulegur flóinn til norðurs og opn- ast út í íshafið. Til annarrar hand- ar rísa blágræn fjöll móti himin- hvelinu bláa og í skorningunum velta jökulhrannir allt til sjávar. Til suðurs rísa nokkrir einkenni- legir, keilulaga tindar, sem líta út í morgunroðanum eins og þeir séu upplýstir innanfrá með logableik- um bjarma. Litirnir eru í öllum blæbrigðum frá eldrauðu út í fjólu- blátt og hafa einhverja glóð, engu líka sem ég hef áður séð. Alger kyrrðin hefur það í för með sér, að þetta virðist óraunverulegt, næst- um yfirnáttúrlegt. Tveir mávar renna þöglir lágt yfir sjónum. Jafn- vel vængir þeirra verða rósrauðir í sólinni. Ég laumast upp í kojuna aftur, en get ekki sofnað. Ég hef á tilfinn ingunni, að ég hafi séð inn í annan heim. Klukkan fimm rís ég aftur úr rekkju, þótt karlarnir steinsofi enn. Nú ætla ég að fá mér ærlegt þrifabað undir berum himni. Sólin er þegar hátt á himni, og bak við kofann, þar sem geislar hennar hafa hlýjað tjargaðan vegginn, er bægilega hlýtt. Eg fylli bala með fersku vatni og sæki mér fötu af sjó, svo baða ég mig rækilega og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.