Úrval - 01.09.1974, Síða 110
108
helli á eftir yfir mig köldum sjón-
um úr fötunni. Aldrei á ævi minni
hefur mér fundizt ég jafn ólgandi,
tindrandi frísk og vel upplögð eins
og eftir þetta ískalda bað í heim-
skautasólinni.
Þeir inni í kofanum taka nú að
rumska. Skömmu síðar koma þeir
út, nýrakaðir í nýþvegnum göllum.
Við erum öll þrjú í sólskinsskapi.
Og til þess að fagna komu sólar-
innar fáum við okkur öll stóra
skeið af hunangi með morgunkaff-
inu og selkjötinu.
HANN STENDUR UPPI Á sorp-
haugnum okkar, hinn rólegasti að
því er virðist, og rótar milli tómra
niðursuðudósa. Mjallhvítur, silki-
glansandi loðfeldurinn hans — af
því tagi sem venjulegt fólk sér
ekki nema um hálsinn á skartkon-
um — er í æpandi ósamræmi við
sorpið.
Það er stór stund fyrir alla veiði-
menn, þegar heimskautarefurinn
kemur í fyrstu heimsókn sína um
haustið. Þessir refir hænast oft
furðulega að mönnum og heim-
sækja kofana daglega. Karlmenn-
irnir mínir eru líka vissir um, að
þessi verði húsrefur hjá okkur;
hann er varla nema yrðlingur enn-
þá.
Hann er ekki sérlega stór, og að
fráskildu löngu, úfnu skottinu
minnir hann töluvert á lítinn, hvit-
an hund. Karl skírir hann Mikka
og ræðir við hann á norsku. Hann
kastar til hans litlum ostbitum og
virðir feldinn fagmannlega fyrir
sér.
,,Þið megið ekki skjóta hann.“
ÚRVAL
segi ég biðjandi. „Hann er svo fal-
legur.“
Innan fárra daga er Miki orð-
inn einn af ckkur. Þegar Karl flær
sel, stendur Mikki hjá honum og
fylgir hverju hnífsbragði með aug-
unum. Og þegar við erum á gangi
úti við, fylgir hann okkur eins og
tryggur hundur. Stundum fer hann
í feluleik í urðinni, stekkur bak við
steina og gaggar af gleði, þegar
hann getur leikið á okkur. En allt
í einu hættir hann, þegar leikurinn
stendur sem hæst, og hleypur burt,
án þess að líta nokkurn tíma við.
I heilan mánuð hafa dagur og
nótt skipzt á með eðlilegum hætti,
en nú, í lok september, eru dag-
arnir ekki annað en afturelding og
húm. Sólin rennur eins og eldskífa
yfir fjöllin og skuggarnir af okkur
eru margra metra langir. Við finn-
um, hvernig heimskautanóttin síg-
ur hægt yfir.
Við höfum í mörgu að snúast,
því margt þarf að gera, áður en við
sjáum til fulls á bak sólinni. Rjúp-
urnar eru að koma ofan af fjöllun-
um, og þegar karlarnir veita því
eftirtekt, flýta þeir sér út með skot
vopnin. Það þarf margar rjúpur til
eins vetrar.
Það þarf einnig að undirbúa loð-
dýraveiðina. Karl og Hermann hafa
búið til hundruð af löngum prik-
um, sem beitan er bundin við. Þeg-
ar rebbi togar í agnið, kippir hann
prikinu undan tréramma, sem er
þyngdur með grjóti, og fellur þá á
hausinn á honum og drepur hann.
En þrátt fyrir allt annríkið hafa
karlarnir búið til „einkaherbergi"
handa mér — litla útbyggingu á