Úrval - 01.09.1974, Page 111
KONA Á HJARA VERALDAR
109
kofann með tvöföldum fjalaveggj-
um, fóðraða innan með þykku, ljós
rauðu veggfóðri. Herbergið er að-
eins tveir til þrír fermetrar, en er
hlýtt og notalegt. Gegnum ofurlít-
inn ljóra er útsýn til suðurs til
fjallanna, og dálítið ofnkríli sendir
frá sér lífsylinn.
Nú, þegar veturinn stendur fyrir
dyrum, er Mikki orðinn svo ör-
uggur um sig, að hann sefur við
kofavegginn. Hann vefur sig upp á
hálmknippi og leggur kafloðið skott
ið yfir snúðinn. Sofandi, kríthvítur
refurinn er í stórkostlegu samræmi
við kyrra, bjarta nóttina, nokkuð
sem færir okkur árþúsundir aftur
í tímann — til hinna fjarlægu ís-
alda, með leyndardómum sínum og
kaldri þögn.
draga fallega feldinn af þér og gefa
þér ný augu úr gleri, og svo munt
þú hanga í verzlun ásamt þúsund-
um annarra dauðra en fallegra kvik
inda. En veiztu hvað, Mikki, það
er orðið svo mikið um gervidót í
þessum heimi, að fólk veit ekki
lengur um ljósið, sem kemur og
dvín, né um töfra ijósaskiptanna.11
Allt í einu lyftir Mikki höfðinu
og starir á mig, eins og hann hafi
aldrei séð mig fyrr. Skelfingin log-
ar í tindrandi grænum augunum.
Svo stekkur hann til hliðar og
hleypur burtu, án þess að líta til
baka.
í DAG STEND ég í kofadyrunum
og horfi til suðurs, þar sem himinn-
inn verður smám saman bjartari.
Á daginn er Mikki til muna
feimnari og varari um sig. Öll dýr
verða vör um sig að vetrinum,
segja veiðimennirnir. Nú snýst
hann gjarnan kattlipurt á hæl og
hypjar sig, þegar við köllum á
hann. En í hvert sinn, sem ég fer
að sækja vatn, skokkar hann með
mér.
„Veslings Mikki,“ segi ég við
hann. „Nú er bráðum úti um þig.
Eftir fáa daga hefst refaveiðin. Þeir
hafa augastað á þér. Þeir ætla að
Klukkan er tólf á hádegi. Sólin
kemur upp fyrir sjóndeildarhring-
inn og hverfur svo. Það fer hrollur
um mig við þá tilhugsun, að sólin
hafi nú sýnt sig í síðasta sinn í ár.
Ég hleyp til karlanna, sem sitja við
smíðar inni í kofanum.
,.Jú, það mun rétt vera,“ segja
þeir eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Það er 16. október, og sólin sýnir
sig ekki á ný fyrr en 25. febrúar.
Mér telst til, að nóttin standi 132
sólarhringa.