Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 116
114
ÚRVAL
irnir eru farnir að hafa áhyggjur
af kjötforða okkar.
Myrkrið umhverfis okkur verður
sífellt þéttara. Fjöllin eru nú að-
eins hvítir skuggar og hafið dökk-
ur skuggi —• þar til einnig þessi
mismunur hverfur og eftir er að-
eins myrkur
í miðjum desember létti þok-
unni. Það er því líkast, sem við
séum á annarri plánetu langt úti
í sólkerfinu. Hvítt, frosið landið er
líflaust í tæru loftinu. í tunglsljós-
inu sjáum við hvert gil og sprungu
í fjöllunum, hverja einustu mis-
hæð.
Óskiljanleg fegurð norðurljós-
anna bragar á himni, bjartir geisl-
ar þeirra eru eins og þéttar raðir
lýsandi glerstanga. Þau byrja ein-
hvers staðar í ofurhæð og það er
eins og þau falli beint niður til
mín, en verði stöðugt sterkari og
sterkari. Þau eru fjólublá, græn og
rauð og sveiflast og þyrlast í villt-
um dansi, hendast yfir himinhvolf-
ið. Smám saman deyja þau út í
bylgjuslöri.
Ef fólkið heima hefði minnstu
hugmynd um, hve dásamlegt það
er að vera hér! Það er synd og
skömm, að það skuli bara ímynda
sér heimskautanóttina sem eitthvað
hættulegt og hræðilegt. Það skilur
ekki, að undir þessum tæra, skíra
himni er maður sjálfur rór og skír.
SÍÐASTA DAGSSKÍMAN er ger-
samlega horfin. Nú er stirndur him
inn allan sólarhringinn. Fullur
máninn ríkir á himni án þess að
ganga nokkru sinni undir.
Aðeins sá, sem sjálfur hefur ver-
ið þátttakandi, getur skilið tungl-
ið, sem hellist ofan yfir eyðilega,
gegnfreðna víðáttuna. Það er því
líkast að maður verði sjálfur hluti
af tunglsljósinu, sem þrengir ' sér
djúpt inn í vitund manns.
Við höfum verið mikið úti í þess-
ari birtu. Karlmennirnir segja, að
ég sé tunglsjúk, af því að mér þyk-
ir svo gott að standa niðri á strönd
inni og sjá ljósið leika í fljótandi
ísflögunum. Mér finnst ég sjálf vera
tunglsljós og svífa yfir glitrandi
fjallatindana, yfir hvíta dalina . . .
„Heyrðu mig nú, Chris,“ segir
Karl og ýtir mér á undan sér inn í
kofann. „Reyndu nú að nota skyn-
semina.“ Og ég fæ fyrirmæli um
að halda mig inni.
Hann neyðir mig til þess að
borða, eins og matur sé lyf við
tunglsýki. „Reyndu nú að borða,“
segir hann með fortöluhreim. „Þú
ert allt of mögur til þess að þola
heimskautsnóttina. Það væri
heimskulegt að spara kjötið núna.
Það líður ekki á löngu, þangað til
ísinn kemur, og þá kemur fullt af
bjarndýrum."
Ég hef alveg misst alla löngun
til að gera nokkuð, en karlarnir
baka stafla eftir stafla af kökum,
því bráðum eru komin jól. Hvar-
vetna á Svalbarða standa veiði-
mennirnir nú við eldstæðin og
baka kökur, þótt þeir hafi verið
einsetumenn í áraraðir. Næsti ná-
granni okkar, Sven gamli Ohlsen,
sem býr í hundrað kílómetra fjar-
lægð, bakar venjulega svo mikið,
að hann getur boðið gestum sínum
upp á frosnar jólakökur langt. fram
á vor.