Úrval - 01.09.1974, Page 116

Úrval - 01.09.1974, Page 116
114 ÚRVAL irnir eru farnir að hafa áhyggjur af kjötforða okkar. Myrkrið umhverfis okkur verður sífellt þéttara. Fjöllin eru nú að- eins hvítir skuggar og hafið dökk- ur skuggi —• þar til einnig þessi mismunur hverfur og eftir er að- eins myrkur í miðjum desember létti þok- unni. Það er því líkast, sem við séum á annarri plánetu langt úti í sólkerfinu. Hvítt, frosið landið er líflaust í tæru loftinu. í tunglsljós- inu sjáum við hvert gil og sprungu í fjöllunum, hverja einustu mis- hæð. Óskiljanleg fegurð norðurljós- anna bragar á himni, bjartir geisl- ar þeirra eru eins og þéttar raðir lýsandi glerstanga. Þau byrja ein- hvers staðar í ofurhæð og það er eins og þau falli beint niður til mín, en verði stöðugt sterkari og sterkari. Þau eru fjólublá, græn og rauð og sveiflast og þyrlast í villt- um dansi, hendast yfir himinhvolf- ið. Smám saman deyja þau út í bylgjuslöri. Ef fólkið heima hefði minnstu hugmynd um, hve dásamlegt það er að vera hér! Það er synd og skömm, að það skuli bara ímynda sér heimskautanóttina sem eitthvað hættulegt og hræðilegt. Það skilur ekki, að undir þessum tæra, skíra himni er maður sjálfur rór og skír. SÍÐASTA DAGSSKÍMAN er ger- samlega horfin. Nú er stirndur him inn allan sólarhringinn. Fullur máninn ríkir á himni án þess að ganga nokkru sinni undir. Aðeins sá, sem sjálfur hefur ver- ið þátttakandi, getur skilið tungl- ið, sem hellist ofan yfir eyðilega, gegnfreðna víðáttuna. Það er því líkast að maður verði sjálfur hluti af tunglsljósinu, sem þrengir ' sér djúpt inn í vitund manns. Við höfum verið mikið úti í þess- ari birtu. Karlmennirnir segja, að ég sé tunglsjúk, af því að mér þyk- ir svo gott að standa niðri á strönd inni og sjá ljósið leika í fljótandi ísflögunum. Mér finnst ég sjálf vera tunglsljós og svífa yfir glitrandi fjallatindana, yfir hvíta dalina . . . „Heyrðu mig nú, Chris,“ segir Karl og ýtir mér á undan sér inn í kofann. „Reyndu nú að nota skyn- semina.“ Og ég fæ fyrirmæli um að halda mig inni. Hann neyðir mig til þess að borða, eins og matur sé lyf við tunglsýki. „Reyndu nú að borða,“ segir hann með fortöluhreim. „Þú ert allt of mögur til þess að þola heimskautsnóttina. Það væri heimskulegt að spara kjötið núna. Það líður ekki á löngu, þangað til ísinn kemur, og þá kemur fullt af bjarndýrum." Ég hef alveg misst alla löngun til að gera nokkuð, en karlarnir baka stafla eftir stafla af kökum, því bráðum eru komin jól. Hvar- vetna á Svalbarða standa veiði- mennirnir nú við eldstæðin og baka kökur, þótt þeir hafi verið einsetumenn í áraraðir. Næsti ná- granni okkar, Sven gamli Ohlsen, sem býr í hundrað kílómetra fjar- lægð, bakar venjulega svo mikið, að hann getur boðið gestum sínum upp á frosnar jólakökur langt. fram á vor.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.