Úrval - 01.09.1974, Qupperneq 118

Úrval - 01.09.1974, Qupperneq 118
116 ÚRVAL ur er í eldinn og hefur falið allar eldspýtur og blýanta undir rúm- dýnunni sinni. Karl hefur fengið óstöðvandi munnræpu. Hann finn- ur alls ekki sjálfur, að hann segir sömu sögurnar aftur og aftur. Ástandið með kjötbirgðirnar er að verða mjög alvarlegt. Karl situr lon og don og spyr kapalinn sinn: Kemur ísinn, eða kemur hann ekki? Hvenær fáum við bjarnarkjöt? ísinn er afar duttlungafullur. „Hann liggur þarna úti fyrir, að- eins 10 til 20 kílómetra frá strönd- inni,“ segir Hermann. „En þessi sí- fellda vestanátt heldur honum frá landi.“ Stöðug vindátt af norðvestri eða norðaustri myndi færa hann að landi. Stundum nálgast hann, en rekur svo frá landi aftur. Stund- um liggur hann við landið allt sumarið, — en við verðum að horf- ast í augu við þá staðreynd, að stundum kemur hann alls ekki . . . í MORGUN vaknaði ég við að mennirnir þutu fram og aftur um kofann. Dyrunum að herberginu mínu var svipt upp á gátt og mað- urinn minn hrópaði: „ísinn er kom inn! ísinn er kominn!“ Ég hef aldrei verið fljótari í föt- in. Úti, þar sem ég er vön að sjá sjóinn breiða úr sér, er ís svo langt sem augað eygir. Hrikalegir jakar og flögur riðlast hvað á öðru eins og langt að komin fjöll. Maður fær hellur í eyrun af drunum og dynkj um. Við stöndum öll þrjú og horfum á þetta tröllslega sjónarspil og fyll- umst af óendanlegri gleði, eins og lífið brosi við okkur á ný. Enginn hugsar um morgunmat. Karlmenn- irnir þrífa byssurnar og halda út á þetta nýja landslag. Ég er ekki eins huguð, en voga mér þó út á lítið nes til að skoða ísinn nánar. Straumur og vindur knýja ísinn saman með undursam- legu afli. Flögurnar leggjast að frosinni ströndinni, ryðjast hver upp á aðra og velta upp á land. Alls staðar er ísinn á hreyfingu. 6. febrúar. í dag kom fyrsti björn inn. Sem betur fer vorum við ekki heima, en við fundum spor hans fast við kofann. Eftir þeim að dæma var þetta lítill bangsi, þótt mér firinist förin hans risastór. Við flýt- um okkur að reisa skotgildrurnar: Tóma appelsínukassa, með stálvír strengdan yfir, sem hleypir af byssu, þegar kippt er í hann. Fitu- klumpar eru notaðir fyrir agn, festir við stálvírinn. Svo eru gildr- urnar settar upp út með ströndinni. 25. febrúar. Þrátt fyrir 37 gráðu kulda erum við öll í sólskinsskapi í dag, því nú er aftur sólar von. Við þrástörum upp í fjallsgilið, þar sem við sáum sólina síðast. Nú kemur bjarmi — sko! Örstutta stund er gilið sólu baðað. Við höf- um fengið sólina aftur eitt andar- tak. Mávur kémur svífandi inn yfir flóann — sá fyrsti í ár. Hann kem- ur auga á okkur, lækkar flugið, flögrar yfir okkur og flýgur aftur burtu. Með hægum vængjatökum rennir hann sér þvert yfir flóann, eins og hann sé fyrsta veran í nýj- um, skínandi heimi. Þegar æsingurinn yfir ísnum og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.