Úrval - 01.09.1974, Qupperneq 119
KONA Á HJARA VERALDAR
117
gleðin yfir nýrri sól líður frá, kem-
ur grár hversdagsleikinn aftur. Nú
er of mikill ís, segja veiðimennirn-
ir. Það er aðeins hægt að finna
seli og bjarndýr, þar sem vakir eru
í ísinn, og í öllum flóanum er ekki
eina einustu vök að finna. Karl-
mennirnir eru þöglir og alvarlegir.
í lok febrúar fer' Karl inn í
landið að safna saman refunum,
sem gengið hafa í gildrurnar. Her-
mann fylgir honum á leið til að
hjálpa honum með þungan bak-
pokann.
Ég gleymi aldrei þessum hrífandi
morgni. Allur himinninn er djúp-
fjólublár með aðeins fölari rönd
við sjóndeildarhring. Úr austri
breiðist fölgulur bjarmi, og ísi-
iagður flóinn speglar liti himinsins
með undursamlegum tilbrigðum,
s'vo hann er líkastur risavöxnum
eðalsteini.
Ég stend lengi kyrr, altekin af
þessari dásamlegu sjón. Þegar ég
kem inn í kofann, blasir við mér
skítur og sót úr hverjum króki og
kima — ég fæ ekki hamið mig
lengur. Áður en skynsemin nær
yfirhöndinni, hef ég rennbleytt all
an kofann með sjóðheitu sápuvatni
og hamast við að skúra og skrúbba.
Þegar Hermann kemur heim, eru
veggirnir, gólfið og loftið sam-
frosta íshella. „Ertu ohðin alveg
sjóðvitlaus?“ hrópar hann og tekur
um höfuð sér.
„Heldur vil ég vera sjóðvitlaus í
hreinum kofa en með fullum söns-
um í svínastíu," hreyti ég út úr
mér og skrúbba áfram. Ekkert í
heiminum fær stöðvað hreingern-
ingabrjálæði mit1-. Ekki v°it ég,
hvort þetta er andsvar við löngu
vetrarmyrkrinu, eða hvort það er
vegna þess að kvenfólk almennt
þjáist af þörf til vorhreingerninga,
þevar veturinn er að baki. En ég
hætti ekki, fyrr en síðasti skáp-
krókur er hreinn.
Nokkrum dögum seinna fer Her-
mann þangað. sem Sven Ohlsen
hefur vetursetu. Þar vonast hann
til að finna vök, svo hann geti
veitt. Áður en hann fer af stað,
gefur hann mér það sem eftir er
af frosnu refakjöti með ströneum
fyrirmælum um að borða bað allt.
Nú hef ég verið ein í níu daga.
Hermann sagði ekkert um, hve
lengi hann yrði. Landslagið er hvítt
og lífvana utan við gluggann.
Smám saman fer eyðileikinn að
fara í taugarnar á mér. Eg sit oft-
ast og sauma inni í kofanum. Ég
reyni að hugsa ekki um auðnina
úti.
Ellefu dagar eru liðnir. Ég °r
orðin smeyk um Hermann. Eg hef
mokað frá glugganum, svo nú sé
ég út vfir flóann. Það eru hillingar
yfir ísnum — greinilegt merki um
veðrabrigði.
Fiórtán dagar. Eg gæti þess að
horfa ekki lengur út á flóann. Líf-
levsið er of skelfilegt.
Á sextánda degi heyri ég skot og
sé lít.inn svartan depil nálgast hægt,
úti á ísnum. Það er karlinn minn.
skelfilega grindhoraður — með
tóma veiðiskióðu. Það var heldur
engin vök hiá Sven. En Sven sendi
mér smáskiatta fullan af lauk.
í bvriun apríl kemur Karl aftur.
Hann er iafn horaður og Hermann
og hefur heldur ekki haft heppn-