Úrval - 01.09.1974, Side 120
118
ina með sér. Hann hefur aðeins
skotið tvær rjúpur. Harðréttið hef-
ur sett mark sitt á andlit hans, en
augu hans ljóma, af því að hann er
aftur meðan manna.
í DAG, 12. APRÍL, stendur Her-
mann úti og smíðar trébretti til að
spýta refaskinnin á. Allt í einu
bankar hann á gluggann og kallar
okkur Karl út. „Hlustiði,“ segir
hann, ljómandi af gleði. Langt í
burtu hljómar mannsrödd gegnum.
kyrrðina. Allt í einu kemur sleði í
Ijós fram undan klettasnös. Hann
er ekki stærri en leikfang frá okk-
ur séð, en Hermann þekkir eykið.
Það er vinur hans, veiðimaðurinn
Nois, sá sem byggði kofann okkar.
Hann rennir upp að okkur. Við
fögnum því af alhug að sjá nýtt
andlit, og Nois fagnar því að finna
okkur heilu og höldnu. Inni í kof-
anum dregur hann stóran böggul
með pósti til okkar upp úr far-
angri sínum. og við tökum þegar
að lesa, lesum hvert einasta orð af
stakri græðgi — síðan verðum við
að heyra allar fréttirnar og nýjustu
kjaftasögur.
Hádegismaturinn er því miður
allt annað en glæsilegur. Við segj-
um Nois, að það hafi verið ógern-
ingur að fá nýtt kjöt. ,,Já, veiðin
hefur gengið illa hér,“ svarar hann.
. En um páskana komið þið til mín.
Ég á fullt af rjúpu og hef geymt
krukku af marmelaði handa ykk-
ur.
Mér til mikillar undrunar frétti
ég nú, að við eigum að fara eftir
nokkra daga suður eftir með Nois
til þess að ná fyrsta skipinu heim.
ÚRVAL
Þetta er í samræmi við ráðstafanir
Hermanns frá þvx í haust.
Þótt ég sé fegin því að fara heim,
finnst mér snubbótt að yfirgefa
þetta land svona fljótt. En ég vil
ekki blanda mér í gerðir karlmann-
anna, svo ég fer að undirbúa brott-
förina. Kvöldið áður en við eigum
að leggja af stað göngum við öll
snemma til hvílu. Þegar hljótt er
orðið í kofanum, laumast ég út til
þess að kveðja staðinn.
Þetta er undursamleg nótt, kyrr
og friðsæl. Snævi þaktar fjallahlíð-
arnar njóta dvínandi bjarma af sól
á norðurslóðum. Náttúran skartar
sínu fegursta. Þegar ég læðist hlióð
lega inn í kofann aftur, veit ég, að
ég fer ekki héðan í fyrramálið með
öllum hinum. Ég get ekki rifið mig
frá þessum stað núna. Ég veit, að
hér verður ennþá fegurra, þegar
dýrin koma aftur og náttúran
vaknar til lífsins.
Næsta dag tilkynni ég karlmönn-
unum ákvörðun mína. Karl segir
af bragði: „Svalbarðaveikin. Hún
er orðin snarvitlaus!"
„Þú mátt vera á sleðanum alla
leiðina," segir Nois. Hann heldur,
að ég kvíði fyrir hinu langa ferða-
lagi.
Aðeins maðurinn minn sesir
ekki neitt. Hann skilur mig. Við
tvö verðum hér.
Það er erfitt að kveðja Karl.
þann góða og trygga félaga okkar
frá vetrarnóttinni löngu. Við mun-
um aldrei gleyma umhyggju hans.
hlýhug oa liómandi skaplyndi. Við
þrýstum hendur hans og Nois hlýtt
og þétt. Svo helrrist svipusmellur
og hundarnir leggjast í óiarnar.