Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 125

Úrval - 01.09.1974, Blaðsíða 125
ÞEGAR VIÐ FÓRUM AÐ LÆRA AÐ DANSA 123 Mér hefði ekki orðið ver við, þótt ég hefði fengið hnefahögg fyr- ir bringspalirnar. Næsta kvöld héldum við til dans- skólans. Allt var fullt af konum. Þær sperrtu sig og þöndu út brjóst- in. Augu þeirra glömpuðu og þær veifuðu ástleitnar hver til annarrar og til karlmannanna líka, meðan þær streymdu inn á parkettgólfið í glæsilegum danssalnum. Karlarn- ir reyndu að láta lítið fara fyrir sér, þegar þeir laumuðust inn í salinn og horfðu niður í gólfið. Þeir voru eins og refsifangar í fangelsisgarði. „Ó, hvað þetta er gaman," tístu frúrnar allar í kór. ,,Nú, þú hefur líka látið til leið- ast,“ sögðu karlmennirnir. Danslistinni og mér hefur aldrei komið sérlega vel saman. Foreldrar mínir voru mjög á móti dansi, þeg- ar ég var barn. Þeir voru iíka á móti spilum, áfengi, tóbaki, kvik- myndum og jassmúsík, svo það var ekki fyrr en ég var 19 ára, að ég vogaði . mér að stíga inn yfir þröskuldinn á dansskóla. Og ég steig jafnskjótt út yfir hann aftur, þegar mér var sagt, að ég ætti að dansa við karlmann sem þar var inni. „Andskotakornið að ég geri það,“ sagði ég. Þarna getið þið séð, hve djúpt ég var sokkinn. Eg var farinn að bölva og nærri farinn að dansa, áður en ég var fullra tutt- ugu ára. í annað skipti ákvað ég að ná tökum á þessari list og lét skrá mig í dansskóla. Eg lærði tvö spor, ..box step“ og „twinkle", sem er fólgið í því að maður gengur út á hlið svolítinn spöl eins og krabbi, og slengir svo öðrum fætinum aft- ur fyrir hinn. Þar með voru hæfi- leikar mínir í þessa átt teygðir til hins ýtrasta. „Velkomin í dansskóla Frede Smarths," hrópaði allt í einu mynd arlegur maður ofan af palli úti í horni. „Myndið nú þrjá stóra hringi og takið hvert í annars hendur." Eftir japl og jaml og fuður grip- um við hin feimnu dansljón í svitarakar hendur ljónynjanna. „Fyrsti dansinn er samba og hann er dansaður svo,na,“ sagði Smarth. Svo greip hann ákaflega kunnáttu^ samlega um nettu konuna sína. „Grunnsporið er svona, samba, samba, samba, samba.“ Með sveigi- um og beygjum þutu herra og frú Smarth fram og aftur um litla pall- inn. Það, sem þau gerðu, var hrein lega ógerningur að leika eftir. En áður en langt um leið hafði herra Smarth þó lánazt að koma okkur til að stjákla fram og til baka í krampakenndri eftirh'kingu af sambasporinu. Allir gerðu sitt bezta, hrukkuðu ennin og drógu djúpt andann. Við hjónin vorum alls ekki miög slæm. Eg brosti til hennar og hún brosti á móti. „Fínt, fínt!“ hrópaði Smarth og stöðvaði tónlistina. Allir flissuðu taugaóstyrkir. En svo sagði mann- skrattinn: „Skiptið nú um dansfé- laga! Allar konurnar eiga að standa kyrrar. og herrarnir eiga að dansa við dömuna, sem er hægra megin við þá.“ Skipta um dansfélaga? Yfirgefa elsku, litlu konurnar okkar, mið- punkt tilverunnar? Lét Nói kann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.