Úrval - 01.01.1976, Page 10
8
ÚRVAL
Það er til vera, sem hefur gáfur sambærilegar gáfum mannsins, það
er höfrungurinn.
HÖFRUNGURINN —
ÁKVEÐUR HANN
HVENÆR NÆSTA
STRÍÐ VERÐUR?
— Ib Romer Jörgcnsen —
rlög höfrungsins eru sorg-
leg! Frá náttúrunnar hendi
hefur hann heila, jafn vel
af guði gerðan og manns-
hcilann.
Höfrungar geta hugsað.
Höfrungar geta tekið ákvarðanir. Þeir geta
tjáð sig hver fyrir öðrum.
En náttúrunni hefur sorglega mistekist.
Hún gaf höfrungnum ekki limi, og þess-
vegna er hann ófær um að nota hugsanir
sínar til hagkvæmra athafna.
Áratugum saman hafa mennirnir haft
þetta greinda dýr fyrir sirkusfífl.
Það hefur verið látið leika jafnvægis-
kúnstir með bolta, stengur og menn.
Höfrungar finnast um allan heim og
allir standa furðu lostnir yfir gáfulegum
uppátækjum hans.
En maðurinn væri ekki maður, ef hann
hefði ekki einhverntíma fundið ráð til að
nota sér höfrunginn og gáfur hans.
Það var njósna- og leyniþjónusta, sem
tók höfrunginn fyrst I sína þjónustu.
Höfrungurinn var taminn og þjálfaður
til að nota njósnatæki.
Hann getur komið fyrir hlustunartækj-
um í herstöðvum, höfnum, orrustuskip-
um og svo framvegis.
Og hann getur náð útbúnaðinum aftur!
Sjóherinn hefur líka tekið höfrunginn
Isína þjónustu.
Bandaríski sjóherinn hefur höfrunga,
sem geta synt I gegnum hvaða kafbáta-
girðingu sem er.
Þeir geta komið sprengjum fyrir undir
fjandsamlegum farartækjum, komið upp
'V V*/ \t/ w 'V
/! \ V! \ V!\ ‘A “
w r
/«\/«\ /i\