Úrval - 01.01.1976, Page 16
14
ÚRVAL
aðrir og það verður að gera sér ljóst að
önnur börn eru ekki eins fljót til og það.
Það atriði er mjög mikilvægt í menntun-
inni, og kennararnir verða að taka tillit til
þess að þessi börn ljúka verkefnum sínum
á skemmri tíma en hin og að nauðsynlegt
er að fá þeim eitthvað við að glíma, svo
hugurinn beinist ekki inn á vafasamar
brautir. Hinsvegar hafa kennarar yfirleitt
ekki fengið þjálfun í meðhöndlun og
kennslu afburðabarna og er það miður.
HVERS VEGNA ERU MENN ÖRVHENTIR?
Okkur er tamt að líta á hægri höndina sem eðlilega vinnuhönd. Þó eru
margir, sem eru jafnvígir á vinstri höndina, það nefnist ambidextri. Rann-
sóknir sýna, að það er hnattlægt, hvort menn nota heldur hægri eða vinstri
hönd. Maðurinn kom nefnilega seinna til syðri helmings jarðarinnar og
kynntist þar nýjum vistfræðilegum aðstæðum sem hann varð að laga sig eftir.
Suðurhvel jarðar hefur andhverfan snúning við norðurhvelið. Sennilega er
þetta skýringin á þvi að menn urðu örvhentir.
Tölfræðilegar upplýsingar eru forvitnilegar I þessu sambandi. I Sovétríkj-
unum eru 3 prósent íbúanna örvhentir, á Norðurlöndum um 5 prósent, 7
prósent á Korsíku, Sardiníu og Sikiley, 8 prósent í Frakklandi, en 26 prósent
i Ástralíu og 50 prósent iijuðurhluta Afríku. Visindamenn telja að örvhentum
mönnum muni fjölga enn meira eftir þvi sem íbúum suðurhvelsins fjölgar.
Þeir, sem eru jafnvigir á báðar hendur, þekkja ekki mun hægri og vinstri.
Einn af hverjum fimm hundruð mönnum telst til þessa hóps. Þeir hafa ekki
alltaf átt sjö dagana sæla. Á stjórnarárum Páls keisara I, sem ríkti 1796-
1801, var litið á þá sem afbrigðilega. Við heræfingar var fest heyvisk á
annað stigvélið og hálmur á hitt til þess að þeir gætu gert „til hægri snú”
og „til vinstri snú.”
Vísindalega séð eru þetta þrjú lífeðlisfræðileg afbrigði, hvort menn noti
hægri hönd, vinstri hönd eða eru jafnvígir. Þótt barn sé örvhent, þá þarf það
ekki að valda áhyggjum. En það má alls ekki þvinga það til að nota
hægri höndina, ef það á að þroskast rétt, bæði andlega og líkamlega. Ella
getur það til dæmis farið að stama.
Það cr ýmislegt athyglisvert i sambandi við örvhenta menn. 50. hver fæðing
er tvíburafæðing, og í 97 prósentum tilfellanna er annar tvíburinn örvhentur.
Þetta er liffræðilegt iögmál. Þegar vísindamenn tóku að rannska örvhent
fólk, uppgötvuðu þeir annað mikilvægt einkenni: I heila örvhentra manna eru
tvær tal- og skriftarmiðstöðvar. Það er vegna þess, sem ekki er hægt að þvinga
örvhenta til að læra að beita hægri höndinni.
Ósamræmið í líkamsbyggingu mannsins er athyglisvert um margt. Hjartanu
er t.d. skipt í tvo hluta, vinstra helming, sem slagæðar liggja um, og hægra
helming, sem bláæðar liggja um. Stóra slagæðin liggur vinstra megin við hrygg-
súluna og stóru bláæðarnar tvær hægra megin. Lifrin, sem er bláæðalíffæri,
er á samsvarandi hátt hægra megin í líkamanum. Þetta stafar af mörgum
orsökum, m.a. af möndulsnúningi jarðar.
Enn vitum við síður en svo allt um byggingu mannslíkamans og starfsemi.
M.a. þarf að rannsaka áhrif segulsviðs, aðdráttarafls jarðar og „samspils”
jarðar og annarra stjarna á mannslikamann auk margs annars.
PrófessorB. Ognjev (APN.)