Úrval - 01.01.1976, Page 17
VID KOMUM HÉR FYRST
15
Saga þessara tveggja bæja_annar er bandanskur, hinn kanadískur_
gæti verið heimsvaldasinnum verðugt thugunarefni.
VIÐ
KOMUM HÉR FYRST
— John Porteous —
*
*
*
ífæxm
' uraarmorgun einn ók blli
frá New Jersey upp að toll-
skýlinu Kanadamegin á
brúnni milli St. Sthephen,
New Brunswick og Calais,
Maine. Um leið og bíl-
stjórinn steig út úr bílnum brunaði slökkvi
liðsbíll frá Calais yfir brúna, fram hjá
tollskýlinu og inn 1 kanadlska bæinn.
,,Var þetta ekki bandarískur slökkvi-
liðsbíll?” spurði bílstjórinn kanadíska
tollvörðinn. Tollvörðurinn játti þvx.
,,En hafið þið ekki slökkvilið hérna
megin?”
„Auðvitað”. Kanadamaðurinn brosti.
,,Við hjálpum ÞEIM líka við slökkvi-
störf. ”
Slíkir viðburðir eru daglegt brauð Ibúa
Calais (íbúatala 6000) og St. Sthephen
(íbúatala 5000).* Því þó að lögin aðskilji
bæina tvo, hefur saga og lega þeirra gert
þá að einni heild. Bæjarbúar tala alltaf
um að ,,fara yfir ána” aldrei landamærin.
Douglas Hansen, prestur I St. Stephen
segir: Það er sama hvað skeður hjá
stjórnvöldunum, okkur finnst við öll vera
vinir og nágrannar og við munum alltaf
vera það.”
St. Stephen og Calais standa sitt
hvoru megin við ós árinnar St. Croix,
Atkntshafsmegin við 6400 kílómetra
löng landamærin. Saintjohn, næsta kana-
dlska borgin, er I 130 kílómetra fjarlægð
* St. Stephen og Milltown voru sam-
einaðarí október 1973, opinberlega heita
þeir núna St. Stephen-Milltown.