Úrval - 01.01.1976, Side 24
22
ÚRVAL
Meðfylgjandi grein er að vísu harla bandarísk og miðuð eingöngu við
það þingmannakerfi, sem þar tíðkast. Hún er aðsend til LJrvals, og
nokkur ár síðan hún birtist. Hún var fyrst birt t The Baltimore Sunday
Sun, en tekin þaðan uþp í Reader’s Digest. ___Þótt sérbandarísk sé,
eru samt nokkur atriði í henni, sem gætu átt við hér hjá okkur, og er
því ekki út í hött að hún komifyrír tslendinga sjónir.
SETJUM
ÞINGMENMNA
Á EFTIRLAUN
— Charles S. Forbes. —
/J\ sl\
L
•K
'K*
\ /J\ /I\/.\ /i\
öngum hef ég verið að böl-
sótast yfir þingmönnunum
okkar fyrir að haga sér lítið
stjórnvitringslega. En nú er
ég kominn á þá skoðun,
að ekki sé við þá að sakast,
heldur við þig og mig. okkur sem kjósum
þá á þing.
Við höfum aldrei verið sanngjörn í
garð fulltrúa okkar í Washington. Okkur
gleymist að þeir eru mannlegir, og eins og
allir aðrir, dauðhræddir um að missa
atvinnu sína. Þessvegna greiða þeir
atkvæði með hverju því, sem stuðlað
gæti að endurkosningu þeirra, hvort sem
þeir eru með eða móti málstaðnum.
Hér vil ég koma á framfæri nokkru,
sem við gætum gert og ættum að gera.
Við ættum að setja hvern einasta þing-
mann á eftírlaun, með fullum starfs-
launum, 10.000 dollurum á ári til
æviloka. Fyrir 10.000.000 dollara há-
marksupphæð á ári kæmumst við nálægt
því að geta ábyrgst skynsamlega notkun
átta billjón dollara. Og ég er með áætlun
um, hvernig hægt væri að spara mestan
hluta þessara 10 milljóna.
Við skulum fylgjast með ungum manni,
sem fer að leggja fyrir sig stjórnmál og
sjá, hvernig honum reiðir af. Bill Smith
er skarpur Iögfræðingur og áhrifarikur
mælskumaður, sem kosinn er á ríkisþing-
ið. í starfið þar þarf hann ekki að eyða
nema fáeinum vikum á ári, og gctur þess-
vegna haldið áfram atvinnurekstri sínum
heima. I ríkisþinginu kemur hann ymsu