Úrval - 01.01.1976, Síða 25

Úrval - 01.01.1976, Síða 25
23 SETJUM ÞINGMENNINA Á EFTIRLAUN gagnlegu til ieiðar, svo að brátt kemur að því, að við kjðsum hann á þjóðþingið. Hann er samviskusamur og liggur þess- vegna ekki á liði sinu við þingstörfin. En hann kemst brátt að iaun um, að nú verður hann að vera nxu mánuði í Washington, svo að lögfræðistörf hans eru þar af leiðandi úr sögunni. Hann er I raun orðinn alveg háður stjórnmálastarfi sínu og með þvi starfi þarf hann að fram- fleyta fjölskyldu sinni. Honum fer því að finnast að hann verð: að ná endur- kosningu. Bill útvegar þessvegna heimaborg sinni nýtt pósthús. Telur að lagning nýja þjóð- vegarins sé að mestu leyti sér að þakka, útvegar nokkrum af strákunum starf, sem kemur þeim á launalista ríkisstarfs- manna, og lætur póstmálaráðuneytið senda ókeypis til heimaborgar hans urmul af afritum a( ræðum hans. Þegar aftur líður að kjördegi segjum við: , Jæja, eitthvað hlýtur Bill að hafa lært á þessum tveim Srum. Gefum honum annað tæki- færi”. Svo sendum við hann aftur á þing næsta kjörtímabil. Þegar hér er komið sögu er Bill orðinn atvinnu-stjórnmálamaður og hefur ekki tekjur af neinu öðru. Hann er farinn að þjást af hræðilegum ótta. Hann veit, að ef honum tekst ekki að afla meiri peninga til styrkveitinga I kjördæminu og PWA framiags fyrir nýja skólabyggingu þá tapar hann í næstu kosningum fyrir andstæðingnum, sem notar 15 klukku- tíma á sólarhring til þess að fræða hátt- virta kjósendur um, hve Bill sé aumleg út- gáfa af þjóðþingsmanni. Bill vill vinna landi sínu vel, en það sem er efst I huga hans. þegar hann greiðir atkvæði með eða mðti einhverju frumvarpi, er: ..Eykur þetta líkurnar til þess að ég fái haldið þingsætinu”? Hann slæst þess- vegna í hóp ýtumannanna og greiðir at- kvæði með billjón dollara fjárveitingu, til þess að auka líkurnar fyrir endurkosn- ingu sinni. Það sem Bill skortir er félagslegt öryggi. Við verðum þessvegna að sjá honum fyrir því. Við verðum að losa hann við hina sál- ardrepandi hræðslu við fátæktina. Hræðsla þessi lætur margan þjóðþings- manninn greiða atkvæði með frumvarpi, sem hann annars hefði greitt atkvæði móti, og sem kostar okkur skattgreið- endurna hátt upp í billjón dollara á ári. Það sem ég legg til málanna er þetta: Daginn sem Bill tekur sæti á þjóðþing- inu, verði hann settur á launalista rikis- starfsmanna, með 10.000 dollara árslaun, til æviloka, — auðvitað að þvi tilskildu, að þjóðþingið svipti hann ekki þingsæt- inu, eða að hann segi af sér þingmennsku. Um það bil 100 þingmenn bætast í hóp fyrrverandi þingmannanna eftir hverjar kosningar. Tryggingafræðingar fræða okkur um, að þeir geti vænst þess að lifa um 20 ár cftir það. Við bærum þess- vegna 100 fyrrv. þingmönnum á eftir- launalistann á tveggja ára fresti í 20 ár. Fyrst í stað rnundi þetta kosta okkur aðeins 1.000.000 dollara, en það allra mesta sem þetta gæti pokkurntíma kostað okkur, eftir 20 ár, væri 10.000.000 dollarar. Þetta er ekki einu sinni umtalsverð fjár- hæð I Washing|ton. Nú á dögUm er 10.000.000 dollara viðbót aðeins smá leið- rétting á 500.000.000 fjárlagafrumvarpi. Bill er ekki líklegur til þess að sofa á verðinum eða vanrækja starf sitt, og hirða bara 10.000 dollarana, ef nokkuð er í hann varið. Ef hann væri þannig, væri þetta samt ódýr máti til þess að losna \ ið hann scm þingmann. Værum við búin að losa hann við hræðsluna, myndi hann líklega hvort sem væri verða endurkjör-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.