Úrval - 01.01.1976, Qupperneq 26
24
Orval
inn. Menn eins og Borah öldungadeild-
arþingmaður hafa engar áhyggjur af kosn-
ingum. Þeir spyrja ekki kjósendurna
um óskir þeirra, þeir segja þeim hvers
þeir eigi að krefjast. Bill Smith myndi
hinsvegar segja kjósendum sxnum að hann
hefði greitt atkvæði gegn útgjöldunum
vegna þess að þeirra var ekki þörf, og
vegna þess að stjórnin hefði ekki ráð á
þessu, og vegna þess að hvað sem öðru liði
myndu kjósendurnir vera að greiða fyrir
hann. Hann myndi segja þeim, að þegar
Washington eyddi peningunum, yrði
þeim mun minna eftir til þess að eyða
heima fyrir.
Ég sagðist hafa tilbúna áætlun um
hvernig hægt væri að spara megnið af
þessum 10.000.000 dollurum. Þótt Bill
Smith yrði sigraður í kosningunum, yrði
hann samt, samkvæmt áxtlun minni,
tiltækur sem starfsmaður stjórnarinnar.
Forsetinn féngi þarna fyrsta flokks mann,
sem vissi heilmikið um tiltekin málefni,
en það færi eftir því í hvers konar nefnd-
um hann hefði starfað. Ef honum fyndist
ekki fyrsta starfið, sem honum byðist,
eftirsóknarvert gæti hann beðið eftir öðru
starfi, sem honum félli betur. 10.000
dollara eftirlaunin kæmu reyndar í veg
fyrir, að þyrfti að greiða honum þau laun,
sem annars fylgdu stöðunni. Þegar fram
liðu stundir yðrum við búnir að fá 1000
fyrrverandi þingmenn í ýmis störf fyrir
stjórnina, án nokkurra aukaútgjalda, við
fengjum þannig eftirlaunafjárhæðina end-
urgreidda með vinnu mannanna, og sam-
bandsstjórnin þarfnast manna, sem þekkja
vel til í Washington og eru ekki haldnir
ótta.
Árangur af skoðanakönnun meðal
almennings um hugmynd mxna, hefur
verið mér uppörvun. Maður nokkur sagði:
Nú er heima! Þetta er tilvalin staða
fyrir xnig. Ég myndi sitja eitt kjörtímabil
á þingi, svo væri ég kominn á græna
grein. Ég svaraði: ,,Eftir að þú ert búinn
að fá forsmekk af Washingtoniífinu,
væri ekki hægt að toga þig þaðan. Hefur
þú nokkurn tíma kynnst þingmanni, sem
ótilneyddur vill hætta þingstörfum?”
,,Þú hefur líklega rétt fyrir þér. En það
er víst, ef á að hlaða svona undir þing-
mennina, hugsa ég mig rækilega um, áður
en ég greiði atkvæði. ’ ’
Lögfræðingur sagði: „Uppástunga þín
stenst, lagalegaséð. Þjóðþingið hefur vald
til þess að ákveða þingfararkaup fyrir
sérhvert annað þingsetutímabil en það
sem þingfarakaupið er ákveðið á. Næsti
maður sagði: ,,Ég held að betri menn
veldust í stjórnmálastarfið.” Alvarlegur,
ungur stúdent sagði að lokum. „Þú ert
þarna með svipaða hugmynd og Englend-
ingar hafa lengst af notað við rekstur
heimsveldisins. Þar hefur skapast stétt
stjórnmálamanna. Kannski myndi áætiun
þín koma á svipuðu fyrirkomulagi hjá
okkur.”
Þegar mér datt þessi eftirlaunahug-
mynd fyrst x hug, hló ég að henni eins
og hverri annarri fyndni. En því meira sem
ég hugsa um þetta, því ljósara verður
mér að fyndnin beinist að okkur kjósend-
um, sem höfum vanmetið mannlega eig-
inleika í 150 ár. Við höfum borgað
lélega stjórnun dýru verði, vegna þess að
þingmennirnir okkar eyða helmingnum af
starfstíma sínum í að hugsa fyrir endur-
kjöri sínu.
Ef við gætum sparað billjón dollara á
ári, þótt við þyrftum að greiða fyrir það
tíu milljónir, þá sé ég ekki betur en að
það myndi vera harla skynsamleg notkun
á fjármunum.