Úrval - 01.01.1976, Page 28
26
ORVAL
Getur spíritismi___andatrú______ verið vtsindi? Hvað þarf, til þess að
hægt sé að kalla eitthvað vísindi? Getur þetta fyrirbæri nokkurn tíma
orðið að vísindum? _ Þessar sþurningar og margar fleiri eru teknar til
meðferðar í þessari fróðlegu grein um málefni, sem ævinlega er hátt
á baugi með íslendingum.
ER
SPÍRITISMI
VÍSINDI?
— William Kingsley -
* *
* c *
* M'. o *
em vísindakennari og ákaf-
ur spíritisti hef ég oft-
sinnis velt því fyrir mér,
hvort hægt sé að sanna þá
fullyrðingu, að spíritismi sé
vísindi. Ég viðurkenni, að
spíritismi hefur heimspeki-
lega merkingu. Ég játa, að hann hefur
djúptæka trúarlega þýðingu. En ég set
nokkur skilyrði um núverandi hæfni
hans til að flokkast sem vísindi.
Þessi skilyrði útiloka ekki þann mögu-
leika, að spíritismi geti fyrir tilstuðlan
nýrrar tækni komist í þá aðstöðu að sam-
hæfa sig. þeim mælikvarða, sem notaður
er í hinum ýmsu greinum vísinda. En
hvort slíkt gerist, er að sjálfsögðu háð
þeirri þróunarstefnu, sem framtíðin á eftir
að marka.
Engu að siður er mikilvægt, að spíri-
tistar séu færir um að kynna málefni sitt
á eins vísindalegan hátt og mögulegt er.
Til að ná því takmarki er nauðsynlégt
að búa yfir þekkingu á eðli vísindalegrar
rannsóknar. Spíritistar verða að vera undir
það búnir að mæta gagnrýnendum sínum
og andstæðingum á þeirra eigin „heima-
velli” og gera sér grein fyrir hinum
sibreytilegu viðhorfum margra nútima vis-
indamanna sem eru með starfi sinu að
skapa grundvöll fyrir visindalegri staðfest-
ingu þeirra kenninga er spíritisminn held-
ur á lofti.