Úrval - 01.01.1976, Blaðsíða 31
29
Maria Egg er óþreytandi. Starfið er henni köllun. Og hún hefur líka
glætt vonir hinna fjölfötluðu um víða veröld.
KENNARINN,
SEM REYNST HEFUR
AFLGJAFI
VANÞROSKA BARNA
Hugmynd hennar um þessa köllun sína
hefur ,,gert hana að rödd þeirra, sem hafa
enga rödd, ” svo að notuð séu orð fræðslu-
frömuðs eins. Hún heldur ótrauð fram
einföldum sannleika, þ.e. að vanþroska
börn séu fyrst og fremst börn, að staður
þeirra sé innan eigin fjölskyldu, hvenær
sem slíkt er gerlegt, og í skóla en ekki í
vanvitastofnunum.
Líklega virðist þessi skoðun ekki svo
byltingarkennd nú á dögum, en það tók
Maríu Egg 15 ára baráttu að koma á
laggirnar einum af fyrstu ríkisreknu heim-
angönguskólunum fyrir mikið vanþroska
Eftir Alan Levy.
egar María Egg hóf fyrst
kennslu andlega vanþroska
íK* barna í svefnherbergi á
heimili sínu í Zúrich x Sviss,
^ þá 27 ára gömul, sagði
starfsbróðir hennar, sem var
einnig sálfræðingur, við hana: ,,Dr. Egg,
búið þér ekki yfir neinum betri hugmynd-
um um, hvernig þér ættuð að vetja
tíma yðar?”
38 árum síðar sagði Dr. María Egg sem
svar við spurningu þessari: ,,Enn þann dag
í dag hefur mér ekki hugkvæmst neitt
betra.”