Úrval - 01.01.1976, Qupperneq 38
36
Munaði minnstu, að jörðin lenti í árekstri við plánetur, sem breyttu
braut sinni þannig, að þær ógnuðu tilveru jarðannnar? Nú eru tuttugu
og fimm ár, síðan hugmyndarikur maður gaf út bók með kenningum
um fyrirbrigði af þessu tagi. Vísindamenn töldu þetta vera villutrú
og sumir reyndu að þagga kenninguna niður ______ en ennþá eru
fræðimenn um allan heim mjög ósáttir um þessa kenningu og hún
hefurverið mikið rædd. En nýjustu geimkannanir og stjörnulendingar
hafaleitt íIjós, að margar hinna ,,fáránlegu” hugmynda höfundarins,
lmmanuels Veli'kovskys, hafa reynst réttar.
FURÐUR VELIKOVSKYS
— Fred Warshofsky —
*
é
*
é
Þ
*****
að gerðist árið 1950, að
læknir og sálarfræðingur,
Htt þekktur utan raða
starfssystkina sinnna, gaf út
bók, sem bylti fornum
hugmyndum um söguna.
dró þróunarkenningu Darwins i efa og sló
fram fuliyrðingum, sem vísindasamkund-
unni fundust fáránlegar. Svo sem:
Á fimmtándu og áttundu öld fyrir Krist
raskaðist vanabundinn gangur Jarðar
vegna þess, að við lá árekstri við aðra
hnetti. Þessi geimóreiða olli miklum
hamförum, sem breyttu hinni fornu sögu.
Fjöldi fornra goðsagna og munnmæla
gefa vísbendingar um það, sem gerðist í
þessum hamförum. Frekari sannanir er
einnig að finna í Gamla Testamenntinu,
annarri Mósebók (exódus), og einnig 1
sögutextum og stjarnfræðitextum, sem til
eru á papýrus, steinum og leirtöflum.
Venus myndaðist við það, að Júpíter
splundraðist. Þess vegna hlýtur Venus að
vera grlðarlega heit.
Himingeimurinn er ekki aðeins loft-
tómt rúm með stjörnukerfum. I honum
eru alls konar áþreifanleg efni á ferli og
hann er alsettur margháttuðum segul-
sviðum.
Allt þetta var vitleysa,) augum flestra
sagnfræðinga og stjarnfræðinga árið
1950. Bók sem hét „Heimar í höggi”
(Worlds in collison), eftir Immanuel
Velikovsky, varð ásteytingarsteinn áður en
hún kom út. Meðal helstu hatursmanna
hennar var Harlow Shapley, vel þekktur
stjarnfræðingur, þá fiamkvæmdastjóri
Stjörnuathugunarstöðvar Harvard há-
skóla. Velikovsky hafði hitt Shapley vorið
1946 og sagt honum undan og ofan af
langri og umfangsmikilli rannsókn sinni á
fornum sögum og textum. Hann spurði