Úrval - 01.01.1976, Page 39

Úrval - 01.01.1976, Page 39
ÞEGAR HIMININN RlGNDl ELDI 37 Shapley, hvort hann vildi lesa handrit að bókinni, sem hann hafði þá unnið að r sex ár, og gera ákveðnar rannsóknir til að kanna áreiðanleik kenninga hans. Shapley hafði ekki mikinn tíma aflögu og hafnaði þessu. En hann sagði, að ef einhver virtur visindamaður, sem hann þekkti og viður- kenndi, læsi handritið og litist vel á það, skyldi hann sjálfur lesa það og sjá til þess að rannsóknirnar yrðu gerðar;annað hvort myndi hann gera þær sjálfur eða fela það einhverjum samstarfsmanna sinna. Horace Kallen, virðulegur vísindamað- ur og hátt settur i menntastofnun fyrir samfélagsfræði í New York, las handrit Velikovskys. Hann hreifst mjög af verkinu og hvatti Shapley til að gera þær rann- sóknir, sem farið hafði verið fram á. Shapley vissi aðeins, að I verki Velikovskys var óbreytanleiki sólkerfanna dreginn í efa, en svaraði því til, að ,,ef Velikovsky hefur rétt fyrir sér, erum við hinir allir vit- lausir.” Þegar bandaríska útgáfufyrirtækið Mac- millan Co. tilkynnti vorið 1950, að það væri í þann veginn að gefa ,,Heima í höggi” út, reyndi Shapley að koma í veg fyrir það. Hann hótaði að , ,snúa baki við” útgefandanum. Svo virtist, sem þarna væri um samtök að ræða, þvf f kjölfar hótunar Shapleys komu sambærilegar hótanir frá öðrum vfsindamönnum, sem notuðu kennslubækur frá Macmillan f skólum sfnum. Bókin vgr þegar komin í prent- vélarnar, en engu að sfður ákvað út- gáfufvrirtækið, sem áður hafði fengið hóp vísindamanna til að lesa verk Velikovkys, að fá þrjá gagnrýnendur enn til að lesa það. Þegar þeir samþykktu útgáfu þess, tveir á mðti cinum. setti Macmillan vélarnar í gang og bókin kom út f apríl 1950. . Nú fór að hitna í kolunum. Margir sáu Ijós í kenningum Velikovskys, og studdu rétt hans til að láta þær koma fyrir almennings sjónir. Gordon A. Atwater, formaður stjórnar og umsjónarmaður Hayden Planetarium of the American Museum of Natural History — stjarn- fræðistofnunar ameríska sögusafnsins — lét hafa eftir sér að nú mætti , .endurskoða undirstöðu nútímavísinda” í ljósi kenn- inga Velikovskys. Atwater varð svo hrifinn af kenningum Velikovskys, að hann tók að undirbúa stjörnusýningu í stjarnfræði- stofnun sinni, þar sem hann ætlaði að sýna það sem Velikovsky var að segja ftá. Hann skrifaði einnig grein fyrir This Week magazine, þar sem hann rakti kenningar bókar Velikovskys og hvatti til þess, að hún væri lesin með opnum huga. Tfmaritið hafði svo mikið við að helga kápu ritsins þessari grein. Kvöldið áður en tímaritið átti að koma út var Atwater rekinn frá safninu. Skömmu sfðar var ritstjóri sá, sem tekið hafði bókina til útgáfu fyrir hönd Mac- millans, einnig rekinn af sínum pósti. Beitt var auknum þrýstingi á Macmillan að hætta dreifingu bókarinnar, og átta vikum eftir að hún kom út, afsalaði Macmillan sér útgáfuréttinum til Doubleday & Co. Það var fáheyrður atburður í útgáfusög- unni, þvf bókin var þá söluhæsta bók á lista New York Times yfir sannsögulegar bækur. Svo hatramur var fjandskapurinn við bók Velikovskys, að helst minnti á ofsóknir rannsóknarréttarins á hendur Galileos á sfnum tíma. En Velikovsky fór ekki sem Galileo, að taka aftur fullyrðing- ar sínar undir þessum þrýstingi. Og sfðan hafa sannanirnar streymt inn, og styðja margar af ágiskunum hans og fullyrð- ingum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.