Úrval - 01.01.1976, Page 39
ÞEGAR HIMININN RlGNDl ELDI
37
Shapley, hvort hann vildi lesa handrit að
bókinni, sem hann hafði þá unnið að r sex
ár, og gera ákveðnar rannsóknir til að
kanna áreiðanleik kenninga hans. Shapley
hafði ekki mikinn tíma aflögu og hafnaði
þessu. En hann sagði, að ef einhver virtur
visindamaður, sem hann þekkti og viður-
kenndi, læsi handritið og litist vel á það,
skyldi hann sjálfur lesa það og sjá til þess
að rannsóknirnar yrðu gerðar;annað hvort
myndi hann gera þær sjálfur eða fela það
einhverjum samstarfsmanna sinna.
Horace Kallen, virðulegur vísindamað-
ur og hátt settur i menntastofnun fyrir
samfélagsfræði í New York, las handrit
Velikovskys. Hann hreifst mjög af verkinu
og hvatti Shapley til að gera þær rann-
sóknir, sem farið hafði verið fram á.
Shapley vissi aðeins, að I verki Velikovskys
var óbreytanleiki sólkerfanna dreginn í
efa, en svaraði því til, að ,,ef Velikovsky
hefur rétt fyrir sér, erum við hinir allir vit-
lausir.”
Þegar bandaríska útgáfufyrirtækið Mac-
millan Co. tilkynnti vorið 1950, að það
væri í þann veginn að gefa ,,Heima í
höggi” út, reyndi Shapley að koma í veg
fyrir það. Hann hótaði að , ,snúa baki við”
útgefandanum. Svo virtist, sem þarna væri
um samtök að ræða, þvf f kjölfar hótunar
Shapleys komu sambærilegar hótanir frá
öðrum vfsindamönnum, sem notuðu
kennslubækur frá Macmillan f skólum
sfnum. Bókin vgr þegar komin í prent-
vélarnar, en engu að sfður ákvað út-
gáfufvrirtækið, sem áður hafði fengið hóp
vísindamanna til að lesa verk Velikovkys,
að fá þrjá gagnrýnendur enn til að lesa
það. Þegar þeir samþykktu útgáfu þess,
tveir á mðti cinum. setti Macmillan
vélarnar í gang og bókin kom út f apríl
1950.
. Nú fór að hitna í kolunum. Margir sáu
Ijós í kenningum Velikovskys, og studdu
rétt hans til að láta þær koma fyrir
almennings sjónir. Gordon A. Atwater,
formaður stjórnar og umsjónarmaður
Hayden Planetarium of the American
Museum of Natural History — stjarn-
fræðistofnunar ameríska sögusafnsins —
lét hafa eftir sér að nú mætti , .endurskoða
undirstöðu nútímavísinda” í ljósi kenn-
inga Velikovskys. Atwater varð svo hrifinn
af kenningum Velikovskys, að hann tók að
undirbúa stjörnusýningu í stjarnfræði-
stofnun sinni, þar sem hann ætlaði að sýna
það sem Velikovsky var að segja ftá. Hann
skrifaði einnig grein fyrir This Week
magazine, þar sem hann rakti kenningar
bókar Velikovskys og hvatti til þess, að
hún væri lesin með opnum huga.
Tfmaritið hafði svo mikið við að helga
kápu ritsins þessari grein.
Kvöldið áður en tímaritið átti að koma
út var Atwater rekinn frá safninu.
Skömmu sfðar var ritstjóri sá, sem tekið
hafði bókina til útgáfu fyrir hönd Mac-
millans, einnig rekinn af sínum pósti.
Beitt var auknum þrýstingi á Macmillan að
hætta dreifingu bókarinnar, og átta vikum
eftir að hún kom út, afsalaði Macmillan
sér útgáfuréttinum til Doubleday & Co.
Það var fáheyrður atburður í útgáfusög-
unni, þvf bókin var þá söluhæsta bók á
lista New York Times yfir sannsögulegar
bækur.
Svo hatramur var fjandskapurinn við
bók Velikovskys, að helst minnti á
ofsóknir rannsóknarréttarins á hendur
Galileos á sfnum tíma. En Velikovsky fór
ekki sem Galileo, að taka aftur fullyrðing-
ar sínar undir þessum þrýstingi. Og sfðan
hafa sannanirnar streymt inn, og styðja
margar af ágiskunum hans og fullyrð-
ingum.