Úrval - 01.01.1976, Qupperneq 42

Úrval - 01.01.1976, Qupperneq 42
40 áður en hann breyttist í nóttu, sem stóð þrefalt iengur en venjulega. í Kína segja gamlar skræður frá ótrúlegum tíma, þegar sólin settist ekki í marga daga en landið brann. Þessar hamfarir voru líka orsökin að eftirminnilegasta þætti Gamla testament- isins, segir Velikovsky: Brottför ísraela úr Gyðingalandi. Hörmungarnar steyptu miðveldi Egyptalands og Móses leiddi þjóð ísraels, sem áður voru þrælar, út úr eyddu landinu. Þegar þeir flúðu yfir landamærin, stóð gríðarmikil súla elds og reyks 1 stefnu þeirra. I augum flýjandi ísraela var þetta táknið, sem vísaði þeim veginn til Pi-ha- khiroth, við Rauðahafið. Á eftir þeim geystist bálreiður Faraó í hefndarhug með her sinn. Framundan var sjávarbotninn, auður og þurr, en til beggja hliða stóð vatnið eins og veggur. Því ollu hreyfingar jarðskorpunnar og rafsegulmögnuð áhrif Venusar, ásamt þeim áhrifum, sem nánd plánetunnar hafði á jörðina. ísraelar hikuðu, en þutu síðan út á sjávarbotninn, sem samkvæmt gömlum gyðingabókum var heitur. En þegar herir Faraós fylgdu eftir, varð skammhlaup milli jarðar og Venusar, og særinn féli á ný í sinn fyrri farveg. Minnstu munaði, að mannkynið þurrk- aðist út, um ailan heim. Og þeir, sem af komust, stóðu frammi fyrir öðrum vanda: Hungurdauða. En þá átti sér stað önnur furða, sem skráð var alls staðar þar sem menn kunnu að skrásetja einhverjar sögur. Kolvetnið í hala stjörnunnar, sem hafði gegnvætt jörðina í olíu, var nú smám saman að breytast í andrúmsiofti jarðar- innar, ef tii vill vegna gerlaverkunar, ef tii vill vegna látlausrar rafmögnunar, og verða að ætilegu efni — sem ísraeiar ÚRVAL kölluðu manna, Grikkir ambrosia, hindú- ar madhu. Þessi mikla nálægð við Venus olli einnig upphafningu þyngdarlögmálsins eða breytingu á þvt, sem aftur gerði það að verkum, að snúningur jarðar breytti um stefnu. Þeir af íbúum jarðarinnar, sem enn lifðu urðu nú að þola þá furðu ofan á annað, að sólin reis í vestri en settist í austri. Árstíðirnar snerust við. „Vetur er orðinn að sumri, mánuðirnir eru afturá- bak, stundirnar eru ruglaðar,” segir í gömlum, egypskum papýrus. I Kína sendi keisarinn vísindamenn til hinna fjögurra horna landsins til þess að finna á ný norður, suður, austur og vestur og búa til nýtt dagatal. í heilan mannsaldur var Jörðin skýjum hulin — Dauðaskugga ritn- ingarinnar, Ragnarök norrænna kynþátta. Þetta stóð í 25 ár, segja fornar heimildir Maya. Smám saman fóru Jörðin og íbúar hennar að ná sér. En aðeins um hálfri öld síðar, eða um 1400 fyrir Kr>st, eftir því sem Velikovsky túlkar hinar fornu heim- ildir, gerði Venus aðra atlögu að Jörðinni. Aftur snaraðist Jörðin á öxii sínum, byltist og skalf. Þær fáu borgir, sem búið var að endurreisa, hrundu 1 rúst. I Jósúabók segir að guð hafi kastað stórum steinum á Kanaansmenn. Hinum megin á hnett- inum, segja mexíkanskar sögur frá löngum nóttum. Enn einu sinni lék jörðin á reiðiskjálfi af jarðskjálftum og fellibyljum um allan heim, löndin breyttu sér og eyðileggingin geysaði hvarvetna. Það fólk sem lifði af þessar síðari hörmungar, beygði sig fyrir hinni skeifi- legu stjörnu Venusi, gyðju elds og eyðingar og reyndi að friða hana, hvert eftir sínum venjum og arfi, með mann- fórnum og blóðugum helgisiðum, með bænum og söng. Fleygrúnatöflur, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.