Úrval - 01.01.1976, Page 49
47
Sífellt bætist okkur ný þekking á sviði fornleifafræðinnar. Nú hefur
sovésk-mongólskur rannsóknarleiðangur á sviði steingerfinga fundið
steingerðar leifar sþendýra í 100 milljón ára gömlum árfarvegi.
HVENÆR KOMU
FYRSTU SPENDÝRIN
TIL SÖGUNNAR?
— APN —
ar til nýverið hafa menn
talið, að fyrstu spendýrin
hafi farið að gegna verulegu
hlutverki í dýralífi jarðar-
innar fyrir um 60 milljón-
um ára. Nú hefur hinsveg-
ar sovésk-mongðlskur steingervingarann-
sóknarleiðangur fundið steingerðar leifar
spendýra í 100 milljón ára gömlum ár-
framburði.
Vísindamennirnir gerðu yfir tíu slíkar
uppgötvanir. Er þetta ómótmælanleg
sönnun fyrir því, að það var í Mongólíu,
sem núverandi yfirráð spendýranna í
Euraslu hófust. Og þetta átti sér stað
fyrir nálega tvöfalt lengri tíma heldur en
menn hafa álitið til þessa.
Þessi steingervingarannsóknarleiðangur
er hinn stærsti sinnar tegundar til þessa,
og þau fimm ár, sem hann hefur stundað
rannsóknir sínar hefur hann gert margar
mjög athyglisverðar uppgötvanir.
Fundur tapir-kirkjugarðs í suðurhluta
Góbíeyðimerkurinnar var vísindalegur
stórviðburður. Af þessum fundi má ráða,
að fyrir 40 milljónum ára var heittemprað
loftslag á þessum slóðum.
Þá fundust einnig bein úr pumu, og
var sá fundur jafnvel enn óvæntari.
Til þessa héldu menn að þetta rándýr
væri aðeins að finna 1 Ameríku. Vísinda-
menn reyna nú að finna á því skýringu,
að það skuli einnig finnast 1 Mongólíu,