Úrval - 01.01.1976, Page 56
54
ORVAL
T11 timtiugsunar’
ATVINNA OG UPPHEFÐ
Það er ekki um það að ræða, að hamra
járnið meðan það er heitt, heldur að
hamra járnið heitt.
Oliver Cromwell.
«««««««««-««<-<-*■<
í iðnaði er sá maður fæddur stjórnandi,
sem getur komið starfsmanninum til að
finnast launaumslagið hans vera fjarska
óþægilegur útgjaldaliður.
Parkinson.
<««<«« <<<<<<<<<<<<<■<■<-»
Stjörnur eru fólk, sem hefur lagt hart að
sér til að verða frægt, og verður svo að
ganga með dökk gleraugu til að þekkast
ekki.
Blaise Cendrars.
«« «<««««««
Píslarvættið er eini frægðarvegurinn fyrir
þann ómögulega.
Bernard Shaw.
«<««««««««< «««
Löngunin til að verða frægur er
lösturinn, sem jafnvei hinir skynsömu
leggja síðast niður.
Tacitus.
<<<<<<<<<<«<■<-<■<<<<<«<<<<
Náttúran hefur gefið konunni breiðari
lendar og stóran rass og þar með gefið til
kynna, að hún eigi að sitja heima og gæta
hússins.
Martin Lúther.
Því eldri, sem maður verður, því
alvarlegar tekur maður vinnuna, og því
kærulausara talar maður um hana.
Birgitte Firderspiel.
HK< <<<<<<<<<< «<<<«<-««
Járn ryðgar sé það ekki notað. Kyrr-
stætt vatn missir hreinleika sinn og frýs í
kulda; einmitt á sama hátt sýgur iðjuleysið
kraftinn úr mönnunum.
Leonardo da Vinci.
«««-<-««« < <«« < <-<-««■
Sannur stjórnandi er auðþekktur á því,
að hann getur fengið fólk til að inna með
eldmóði af höndum það sem hann myndi
aldrei gera sjálfur.
A. Cortes.
««««<<■««««■«■«<<< <
F-R-Æ-G-Ð er orð, sem ekki er hægt að
skrifa með öðru en bióði.
Lamartine.
1<<<<<<<<< «■<■«««« «■<■«■
Þegar allt kemur til alls, sitjum við ekki
á neinu öðru á heimsins mesta veldisstóli
en rassinum.
Montaigne.
«<«■<■«■«<<<<<<<<<<<<<<«
Til eru þær filmstjörnur, sem ganga
með sólgleraugu, meira að segja I kirkju.
Þær óttast, að guð þekki þær og biðji um
eiginhandaráritun.
Fred Ailen.
«<-«««<«H«<<<<«<<<<
< <««««««« <<<<<<<■<■<■<■