Úrval - 01.01.1976, Side 59
57
Frá því að lasergeislinn kom til sögunnar hefur notkun hans vaxið
jafnt og þétt. Hér segir frá notkun hans t baráttunni gegn gláku, sem
er alþekktur sjúkdómur hér á landi.
AUGNAÐGERÐIR
MEÐ HJÁLP
LASERGEISLA
APN
in algengasta orsök blindu
er gláka, en 2-3 prósent af
öllum sem náð hafa fer-
tugsaldri þjást af þessum
sjúkdómi, sem lýsirsér í því
að vökvaþrýstingur í aug-
anu eykst og fylgir því oft mikill sársauki.
Stafar aukinn vökvaþrýstingur af því, að
hinar flnu æðar, sem augnvökvinn rennur
um, stíflast.
Til þess að koma vökvastreyminu aftur
af stað er nauðsynlegt að framkvæma
flókna skurðaðgerð, sem krefst mikillar
nákvæmni, og hversu fær sem skurðlækn-
irinn er sem framkvæmir aðgerðina, þá
kemst hann ekki hjá því að skadda
augað verulega.
Notkun lasergeisla við augnlækningar
bauð upp á alveg nýja möguleika, en til-
raunir til þess að „brenna gat” á hinar
stífluðu æðar með hjálp lasergeisla hafa
ekki gefið sérlega góða raun. Hinn
brenndi vefur bólgnaði og æðarnar lokuð-
ust á ný. Þar sem lasergeislar gáfu
góða raun við aðgerðir á nethimnunni,
þá virtist sem þeir gerðu ekki gagn við
gláku.
Nóbelsverðlaunahafinn A.M.Prokjorov,
einn fremsti lasersérfræðingur í heimi,
lagði til, að gegn þessum sjúkdómi yrði
notuð sérstök tegund lasergeisla, rubin-
laser, sem sendir frá sér ljósgeisla með
þúsund sinnum meiri tiðni en venjulegur
lasergeisli hefur. Þar sem venjulegur las-
H *
*
*****