Úrval - 01.01.1976, Side 65
AÐLÖGUN SLÉTTUÚLFSINS AD SIDMENNINGUNNI
63
undrun og aðdáun, líkt og hann væri
töfraður, meðan annar sléttuúlfur læddist
að héranum og stökk síðan óvænt á hann
aftan frá.
Veiðimaðurinn Lloyd W. Hutchison,
sem nú er sestur í helgan stein, en
hafði áður yfirumsjón með öllum veiði-
mönnum á vegum ríkisins, í gervöllu
Wyomingfvlki, er sannfærður um, að
þróun sléttuúlfsins undanfarið hafi verið
sú, að myndast hafi yfirburðakynstofn.
Hann segir, að nú sé miklu erfiðara
að finna greni þeirra en áður. A sumum
þeim svæðum þar sem sléttuúlfar voru
veiddir á þann hátt, að veiðimenn skildu
eftir eitraða dýraskrokka á líklegustu stöð-
um, eru sléttuúlfarnir fyrir löngu hættir að
éta hræ. ,,Þeir eru snjöllustu villtu dýrin
okkar,” segir Hutchison.
Spendýrafræðingurinn Victor H. Cahal-
ane hefur fylgst með atferli margra sléttu-
úlfa um hríð, og hann.álitur, að þeir séu
gæddir kímnigáfu. Þetta virðist líklegt,
ef dæma má eftir sögu einni, sem Dobie
hefur sagt af þeim. Vikapiltur á sveitabæ
ók stundum í kerru til bæjarins, og sá
hann þá alltaf sama sléttuúlfinn á vissum
stað við þjóðveginn. Dag einn stökk
feiti smalahundurinn á bænum niður úr
kerrunni til þess að elta sléttuúlfinn.
Sléttuúlfurinn tók ekki á rás út á slétt-
una, heldur hljóp hann stöðugt í stóran
hring í kringum kerruna. Hann dró svo
á hundinn, að hundurinn mátti fljótlega
hafa sig allan við að vera á undan honum.
Að lokum hætti hundurinn hlaupunum
og stökk aftur upp í kerruna. Þar
hnipraði hann sig saman skömmustuleg-
ur, en sléttuúlfurinn settist við vegarbrún-
ina og horfði á eftir kerrunni.
FJÖLSKYLDULÍF.
Sléttuúlfarnir ástunda að vísu ekki alltaf
einkvæni á fengitímanum sem er um
miðjan vetur. En fái þeir að vera óáreittir
viðhalda þeir fjölskylduböndum sínum.
Karldýrið og kvendýrið halda tryggð hvort
við annað, þangað til annað þeirra deyr.
Stundum veiða þau saman, og bæði
sjá um að afla fæðu handa hvolpunum.
Meðan kvendýrið liggur í greninu með
nýgotnu hvoipana sina, færir karldýrið því
mat. Hvolparnir eru 5-7 að tölu og fæðast
um miðjan apríl norðan til í Bandaríkj-
unum, en nokkru síðar í Suðurríkjunum.
Margirþeirra deyja áður en þeir eru orðnir
ársgamlir. Þeir lenda í gildrum, eru
skotnir af veiðimönnum eða verða fyrir
bifreiðum á þjóðvegunum. Þeir, sem eftir
lifa, halda tengslum sínum við fjölskyld-
una eða þeir tvístrast og halda til nýrra
svæða. Slíkt er komið undir fæðuöflun og
félagslegum þrýstingi.
Sléttuúflur, sem alinn er upp af öðrum
sléttuúlfum, mun alltaf verða hræddur við
fólk, en það er hægt að temja hann,
náist hann nægilega ungur. Ungt kvendýr
varalið upp af fjölskyldu F. Robert Hend-
ersons, dýrafræðingi við Háskóla Kansas-
fylkis, en hann starfar að verndun villtra
dýra. Það var tekið úr greninu, áður en
það var farið að sjá. Litli, loðni hvolpurinn
fékk aldrei tækifæri til þess að kynnast
foreidrum af sléttuúlfakyni, ekki heldur
dimmum helli utan í fjallshlíð né angur-
blíðum kvöldsöng, undir óendanlegum
himni sléttunnar. Þegar litla tíkin kemur
auga á eiganda sinn, stekkur hún í loft
upp af gleði inni í girðingunni sinni.
Þegar henni er sleppt lausri, víkur hún
samt ekki frá fólkinu, sem hefur alið
hana upp, heldur leikur hún sér við
börnin og kemur, þegar kallað er á hana
með nafni þvf, sem henni hefur verið
gefið.
Einkennilegust eru þó tengsl sléttuúlfs-
ins við greifingjann. Allt frá tfmum gömlu