Úrval - 01.01.1976, Side 65

Úrval - 01.01.1976, Side 65
AÐLÖGUN SLÉTTUÚLFSINS AD SIDMENNINGUNNI 63 undrun og aðdáun, líkt og hann væri töfraður, meðan annar sléttuúlfur læddist að héranum og stökk síðan óvænt á hann aftan frá. Veiðimaðurinn Lloyd W. Hutchison, sem nú er sestur í helgan stein, en hafði áður yfirumsjón með öllum veiði- mönnum á vegum ríkisins, í gervöllu Wyomingfvlki, er sannfærður um, að þróun sléttuúlfsins undanfarið hafi verið sú, að myndast hafi yfirburðakynstofn. Hann segir, að nú sé miklu erfiðara að finna greni þeirra en áður. A sumum þeim svæðum þar sem sléttuúlfar voru veiddir á þann hátt, að veiðimenn skildu eftir eitraða dýraskrokka á líklegustu stöð- um, eru sléttuúlfarnir fyrir löngu hættir að éta hræ. ,,Þeir eru snjöllustu villtu dýrin okkar,” segir Hutchison. Spendýrafræðingurinn Victor H. Cahal- ane hefur fylgst með atferli margra sléttu- úlfa um hríð, og hann.álitur, að þeir séu gæddir kímnigáfu. Þetta virðist líklegt, ef dæma má eftir sögu einni, sem Dobie hefur sagt af þeim. Vikapiltur á sveitabæ ók stundum í kerru til bæjarins, og sá hann þá alltaf sama sléttuúlfinn á vissum stað við þjóðveginn. Dag einn stökk feiti smalahundurinn á bænum niður úr kerrunni til þess að elta sléttuúlfinn. Sléttuúlfurinn tók ekki á rás út á slétt- una, heldur hljóp hann stöðugt í stóran hring í kringum kerruna. Hann dró svo á hundinn, að hundurinn mátti fljótlega hafa sig allan við að vera á undan honum. Að lokum hætti hundurinn hlaupunum og stökk aftur upp í kerruna. Þar hnipraði hann sig saman skömmustuleg- ur, en sléttuúlfurinn settist við vegarbrún- ina og horfði á eftir kerrunni. FJÖLSKYLDULÍF. Sléttuúlfarnir ástunda að vísu ekki alltaf einkvæni á fengitímanum sem er um miðjan vetur. En fái þeir að vera óáreittir viðhalda þeir fjölskylduböndum sínum. Karldýrið og kvendýrið halda tryggð hvort við annað, þangað til annað þeirra deyr. Stundum veiða þau saman, og bæði sjá um að afla fæðu handa hvolpunum. Meðan kvendýrið liggur í greninu með nýgotnu hvoipana sina, færir karldýrið því mat. Hvolparnir eru 5-7 að tölu og fæðast um miðjan apríl norðan til í Bandaríkj- unum, en nokkru síðar í Suðurríkjunum. Margirþeirra deyja áður en þeir eru orðnir ársgamlir. Þeir lenda í gildrum, eru skotnir af veiðimönnum eða verða fyrir bifreiðum á þjóðvegunum. Þeir, sem eftir lifa, halda tengslum sínum við fjölskyld- una eða þeir tvístrast og halda til nýrra svæða. Slíkt er komið undir fæðuöflun og félagslegum þrýstingi. Sléttuúflur, sem alinn er upp af öðrum sléttuúlfum, mun alltaf verða hræddur við fólk, en það er hægt að temja hann, náist hann nægilega ungur. Ungt kvendýr varalið upp af fjölskyldu F. Robert Hend- ersons, dýrafræðingi við Háskóla Kansas- fylkis, en hann starfar að verndun villtra dýra. Það var tekið úr greninu, áður en það var farið að sjá. Litli, loðni hvolpurinn fékk aldrei tækifæri til þess að kynnast foreidrum af sléttuúlfakyni, ekki heldur dimmum helli utan í fjallshlíð né angur- blíðum kvöldsöng, undir óendanlegum himni sléttunnar. Þegar litla tíkin kemur auga á eiganda sinn, stekkur hún í loft upp af gleði inni í girðingunni sinni. Þegar henni er sleppt lausri, víkur hún samt ekki frá fólkinu, sem hefur alið hana upp, heldur leikur hún sér við börnin og kemur, þegar kallað er á hana með nafni þvf, sem henni hefur verið gefið. Einkennilegust eru þó tengsl sléttuúlfs- ins við greifingjann. Allt frá tfmum gömlu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.