Úrval - 01.01.1976, Side 67
AÐLÖGUN SLÉTTUÚLFSINS AD SIÐMENNINGUNNI
65
sléttuúlfinn vera vin, sem étur nagdýrin
og kanínurnar, sem annars ætu grasið.
sem nautgripir þeirra þarfnast. Dayton O.
Hyde, nautgriparæktarbóndi og rithöf-
undur, sem býr í Chiloquin í Oregon-
fylki, sem kallaður var til þess að bera
vitni fyrir nefnd á vegum Öidungardeild-
arinnar árið 1973, hélt því fram, að hver
sléttuúlfur sparaði nautgriparæktarbænd-
um 88 dollara, sem var rúmlega tvöfalt
lambsverð á þeim tíma.
SÍÐASTA DÝRIÐ.
Þar til fyrir skömmu hafði lítið verið
gert á svið vísindanna til þess að
komast að staðreyndum um venjur sléttu-
úlfanna. En nú eru svo margar stjórnar-
stofnanir, háskólar og einkasamtök farin
að rannsaka lifnaðarhxtti „sönghunds-
ins,” að enginn veit með vissu um fjölda
þeirra athugana og rannsðkna, sem nú
er verið að framkvæma á þessu sviði.
Samkvæmt lista, sem tekinn var saman
árið 1974, voru þær 127 talsins.
Sett hafa verið örlítil útvarpssendtæki
á hundruð kinda og sléttuúlfa, og hafa
ýmsir sérfræðingar þannig fylgst með
ferðum þeirra. Á 328 stöðum í 17 fylkjum
Vesturhéraðanna hefur nýtt kerfi verið
tekið í notkun. Þar hefur verið komið
upp sérstöku Iyktskynjunarstöðvum, á
15 míina löngum slóðum til þess að mæla
þannig fjölda sléttuúlfanna á hverju
svæði. Ýmsir sérfræðingar eru að rannsaka
aðferðir til þess að hræða, trufla eða
vekja viðbjóð þeirra í nægum mæli til
þess, að þeir láti sauðféð í friði. Þar á
meðal má nefna raflost, kemisk efni og
sérstakar girðingar. í einni slíkri tilraun
eru notuð fráfælandi efni, svo sem cay-
ennepipar, sem komið er fyrir í hálsbandi
um háls sauðfjárins.
Hvað snertir áhrifamátt meiriháttar
áætlana um fjöldadráp sléttuúlfa, þá hafa
fundist sannanir fyrir því, að sléttuúlfar
hafa til að bera eðlislægan hæfileika til
þess að bæta sér upp óvenjumikla fækkun.
Líffræðingurinn Frederick F. Knowlton
komst að þvf fyrir nokkrum árum, að
í suðurhluta Texasfylkis, þar sem mikið
var um sléttuúlfa, ól hver tík að meðaltali
4,3 hvolpa. En í Uvaldahéraði á þessu
svæði, þar sem sléttuúlfum hafði fækkað
mikið vegna stórfellds dráps á þeim,
átti hver tík að meðaltali 6,9 hvolpa.
Á þeim svæðum, þar sem orðið hefur
mikil fækkun meðal sléttuúlfa, virðast
kvendýrin einnig vera yngri, þegar þau
byrja að gjóta, en á öðrum stöðum, þar
sem ekki er um slíka fækkun að ræða.
Franz Camenzind við Háskóla Colo-
radofylkis, sem hefur einrtig stundað
rannsóknir á þessu sviði, komst einnig að
því, að sléttuúlfar á svæði nálægt Jackson
Hole í Wyomingfylki, þar sem lítið er um
veiðar á þeim, eiga að meðaltali 4,5
hvolpa hverju sinni miðað við 6 eða
7 hvoipa á svæðum, þar sem mikið er
um veiðar. Af þessari niðurstöðu dró
Camenzind eftirfarandi ályktun: „Því
fleiri sléttuúlfar sem fjarlægðir eru af
svæðinu þeim mun fleiri hvolpa munu
tíkurnar, sem eftir eru, eiga hverju sinni. ”
Kannski hefur verið meira en lítið vit í
spádómi hinna fornu indíánaættflokka,
sem trúðu því, að „bróðir sléttuúlfur”
yrði síðasta dýrið á jörðinni.
Vinur okkar, sem var ekkill, giftist nýlega ekkju. Áfest við venjulegan
boðsmiða tii brúðkaupsins var annar miði, sem á stóð: „Nýjung hvað viðkemur
brúðargjöfunum. Brúðkaupsgesdr geta tekið heim með sér hluti sem við eigum
tvennt af eða meira. ” W.O.