Úrval - 01.01.1976, Page 68
66
ÚRVAL
Þessir tveir líkamsvessar geta veitt lækninum þínum furðulega miklar
áreiðanlegar upplýsingar um allt það, sem er að gerast í vefjum líkama
þíns.
HVAÐ
BLÖÐIÐ OG ÞVAGIÐ
SEGIR UM ÞIG
Genell Subak-Sharpe —
— Family Health —
egar þú ferð I þína árlegu
læknisskoðun, biður lækn-
irinn þinn næstum ófrá-
víkjanlega um þvagsýnis-
horn, og aðstoðarstúlkan
hans mun líklega taka svo-
lítið blóðsýnishorn til prófana I rannsókn-
arstofu. Hversvegna?
Dr. Kenneth L. Becker, þekktur sér-
fræðingur 1 Wasington, veitir eftirfarandi
svar við þessari spurningu: „Vegna þcss að
blóð þitt og þvag veita lækninum næst-
um tæmandi upplýsingar um, hvað er á
seyði í líkama þínum. Þessar prófanir eru
þýðingarmestu sjúkdómsgreiningartæki
okkar.”
Þýðingarmesta blððprófunin er alger
blóðkornatalning. Talning rauðra blóð-
korna fer fram mcð því að útþynna
blóðdropa með kemiskri upplausn og setja
síðan vökvann á smásjárplötu, sem merkt
er með ferningum eins og rúðustrikaður
pappír. Meinatæknirinn eða sjálfvirkur
rafeindaútbúnaður telur svo blóðkornin,
sem eru á ferningunum á plötunni
undir smásjánni, og með hjálp þeirrar
talningar er hægt að rcikna heildarfjölda
blóðkorna í hverjum rúmmillimetra blóðs,
en hann er um 5 milljónir í heilbrigðri
manneskju. Sé urn verulegt frávik
frá þessum (jölda að ræða. gefur það
lækninuhi til kynna, að eitthvað sé að.
• IM 1-
N»/ \J/ \J/ \J/ \».