Úrval - 01.01.1976, Síða 74

Úrval - 01.01.1976, Síða 74
72 ÚRVAL daginn. En við urðum að haga okkur öðru vísi, þegar dætur okkar, tvær ákváðu að fara í unglingaklúbbinn eitt kvöldið. Þegar ég sagðist myndu taka þær upp við útidyrnar, útskýrðu þær ákafar að það væri ekki nauðsynlegt, vegna þess að þær fengju ferð heim með Benna eða Bensa, eða eitthvað þvílíkt hljómaði nafn herr- ans, og meira en fornafnið mundu þær alls ekki. ,,En það er allt í lagi, hann er frá góðri fjölskyldu. Systir hans er hjúkrunarkona! ” Ég ákvað nú samt að treysta ekki alveg á þetta og þessvegna gerði ég smá áætlun. Nokkru áður en kiúbbnum var lokað, keyrði ég þangað en drap á vélinni nokkrum húsum utar og renndi mér svo upp að dyrunum, hljóðlaust eins og vel smurður draugur. Eins og hendi væri veif- að voru þær komnar upp í aftursætið og heimtuðu áð ég æki af stað. Þessi afneitun barnanna okkar á foreldr- um sínum getur farið í taugarnar á okkur, en kænska þeirra í þeSsu sambandi getur oft gert okkur höggdofa. Kvöld eitt þegar við vorum að aka Tomma syni okkar heim úr glímutíma, ákváðum við að borða úti, 1 stað þess að elda kvöldmat heima, og af því að Tommi hafði um tíma unnið á matstofu, sem við áttum leið framhjá ætluðum við auðvitað inn þar. ,,Við getum ekki farið þangað,” kvein- aði hann. „Strákarnir eru allir þar. Komum heldur eitthvað annað.” Smá fyrirlestur um, að það væri rétt af honum að styðja fyrrverandi atvinnu- veitanda sinn stoðaði ekkert. Við sátum við okkar keip og afneituðum að sitja úti í köldum bílnum og éta hamborgarana, sem hann bauðst til að færa okkur. ,,AUt í lagi,” sagði hann í uppgjöf. ,,Gefið mér smá forskot.” Hann þaut yfir bilastæðið og hvarf innfyrir. Við fylgdum rólega á eftir honum, brostum að viðkvæmni hans og ákváðum að láta bera eins iítið á okkur og hægt væri. Er við lukum upp dyrunum mætti okk- ur kalt augnaráð sonar okkar. Hann var með pappírshúfu á höfðinu og pöntunar- bók í hendinni. Hann virti okkur fyrir sér fra hvirfli til ilja og sagði svo kurteislega: ,,Má ég taka pöntun yðar?” Þó er, að því er virðist, verst ef okkur kemur til hugar að kannski langaði okkur að njóta félagsskapar þeirra. Um langan tíma hefur því setið við það sama. Hverri uppástungu til upplyftingar og skemmtunar er tekið með því að yppta öxlum og þessari leiðiniegu spurningu: ,,VERÐUM VIÐ aðfara?” Það var föstudagskvöld fyrir skömmu, að eiginmaður minn fór að tala um 100 ára afmælishátíð í nærliggjandi bæ, með gamaldags búningum, siðum og skrúð- göngu. ,,Það verður bæði gaman og fræð- andi,” sagði hann. ,,Ef veðrið verður gott tökum við með okkur nesti og eyðum deginum þar og skemmtum okkur." Hann þagði andartak og sagði svo ákafur: ,,Við skulum gera þetta. Að gera hlutina saman auðveldar okkur að þekkjast.” Laugardagurinn reis, bjartur og fagur, en Tommi minnti okkur á, að hann hefði lofað að gæta garðs nágrannanna, og hann gæti varla látið hann vera í reiðileysi ahan daginn. Anna gat heldur ekki farið. Hún var með hár, sem stöðugt var verið að þvo, var nýþvegið eða þarfnaðist þvottar. Hún verður taugaóstyrk og ergileg, ef hún fer lengra en 15 metra frá vaskinum. Magga bað um að fá að vera afsökuð. Fyrir sex mánuðum hafði körfuboltahetja sagst myndu hringja til hennar einhvern daginn, og hún vildi ekki vera utan seilingar símans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.