Úrval - 01.01.1976, Side 82
80
tJRVAL
Þegar barn hefur orðið fyrir miklum andlegum áföllum, svo að taka
þurfi það til meðferðar á sérstakri stofnun, þarfnast það fyrst og
fremst ástar. En jafnvel þjálfað sálgæslufólk getur átt erfitt með að
komast t gegnum þær hindranir, sem skilur það frá þeim, sem það vill
hjálpa. Þessi saga er um hund, Skeezer, sem hjálpaði tilfinningalega
trufluðum börnum á hátt, sem manneskjurnar gátu ekki, og elskaði
þau áþann veg, aðþau sættust við tilveruna á nýjan leik.
— Elizabeth Yates —
ndurhæfingarstofnunin var
þögul, eða næstum því;
jjc börnin voru farin i rúmin
vfí og ljósin höfðu verið deyfð.
víe Það heyrðist lágt klóhljóð í
'í' terrasógólfinu, þegar
Skeezer trítlaði eftir því, er hún hóf
eftirlitsferð sína; inn í herbergi og inn að
rúmi, þefaði af verunni I þvi og sleikd
höndina, sem hékk út fyrir rúmstokkinn;
hún var ekki lengi i hverju herbergi,
þar til hún hélt til þess næsta.
Við einar dyrnar hikaði hún. Niður-
bældur grátur barst undan kodda, sem
lítið höfuð þrýsti sér ofan í. ,,Ég vil fara
heim — pabbi og mamma, komið og
sækið mig.”
Nef Skeezers var allt á iði, er hún gerði
sér grein fyrir nýrri lykt og skildi hana
frá þeim, sem hún þekkti fyrir. Hún
hvíldi höfuðið á rúminu, skammt frá
koddanum, og snuðraði forvitnislega und-
ir hann. Votar kinnar voru henni ekki
ókunnar og ekki heldur saltbragðið af
þeim. Hún sleikti þar til hún fékk svörun
og höfuðið hreyfðist. Skeezer lyfti stórum
framfætinum og lagði hann upp í rúmið;
svo tók hún i jaðar koddans og togaði i
hann. Ofið telpuhöfuð kom í ljós.
,,Ö, Mikki, ég er svo fegin að þú ert
hérna.”
Það skipti Skeezer engu máli, hvað hún
var kölluð. Það eina, sem hún fylgdist
með, var hreimur raddarinnar.
Batnið færði sig og rýmdi til fyrir hund-
inum. Eins og ekkert væri eðlilegra,
stökk Skeezer upp i rúmið, og teygði úr
sér hjá þeim sem var þar fyrir. Það
heyrðist stunið þyngslalega. Svo kom önn-
ur hærri stuna, þegar bólfélagarnir þrýstu
sér hvor upp að öðrum.
Hjúkrunarkona á vakt sá, að stúlkan var
steinsofnuð. Húnvafði öðrum handle-ggn-
um utan um Skeezer, sem svaf líka. ,,Þú
veist hvers þau þarfnast, Skeezer,” sagði